Fara í efni

Erlend olíufélög undirbúa leit á Drekasvæðinu

Fundur
Erlend olíufélög eru farin að afla gagna frá íslenskum stjórnvöldum vegna Drekasvæðisins og virðist heimskreppan ekki hafa dregið úr áhuga þeirra á olíuleitarútboðinu. Öldumælingar sýndu þá óvæntu nið

Erlend olíufélög eru farin að afla gagna frá íslenskum stjórnvöldum vegna Drekasvæðisins og virðist heimskreppan ekki hafa dregið úr áhuga þeirra á olíuleitarútboðinu. Öldumælingar sýndu þá óvæntu niðurstöðu að þetta er eitt skjólbesta svæði Norður-Atlantshafs.

Kristinn Einarsson hjá Orkustofnun hefur verið í mestum samskiptum við erlendu olíufélögin en hann var meðal þeirra sérfræðinga sem fyrir helgi kynntu íbúum Norðausturlands áformað útboðið á Drekasvæðinu en það hefst formlega næstkomandi fimmtudag. Hann merkir ekki að verðfall á olíu sé að fæla frá.

Margur myndi ætla að Drekasvæðið 330 kílómetra norðaustur af Langanesi hlyti að vera hið mesta veðravíti og því illmögulegt að vinna þar olíu. En það er öðru nær. Niðurstöður öldumælinga, en blái liturinn táknar minnstu ölduna, reyndust afar hagstæðar.

Sjá Frétt á stöð 2.