Ert þú leiðtogi?
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga óskar að ráða öflugan verkefnisstjóra til að leiða byggðaeflingarverkefnið Betri Bakkafjörður sem er hluti verkefnisins Brothættar byggðir og leitt af Byggðastofnun. Gert er ráð fyrir að verkefnið muni standa út árið 2023 gangi allar forsendur eftir.
Verkefnisstjóri gegnir leiðtogahlutverki í verkefninu og heldur m.a. utan um einstök verkefni sem unnið verður að á tímabilinu ásamt því að koma að stefnumótun og markmiðssetningu fyrir byggðarlagið, í samstarfi við verkefnisaðila. Hann er einnig tengiliður þeirra sem að verkefninu koma, þ.e. íbúa, stofnana, fyrirtækja og stjórnvalda. Jafnframt þarf verkefnisstjóri að geta komið að verkefnum á vegum Langanesbyggðar sem hafa áhrif á uppbyggingu og styrkingu byggðarinnar við Bakkaflóa.
Leitað er að einstaklingi sem:
- Hefur haldgóða menntun sem nýtist í starfinu.
- Á gott með að laða fólk til samstarfs og leiða sameiginleg verkefni ólíkra aðila.
- Hefur reynslu af verkefnastjórnun og/eða aðra starfsreynslu sem nýtist í starfinu, s.s. af nýsköpunarstarfi og vinnslu styrkumsókna.
- Býr yfir frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni.
- Er reiðubúinn til búsetu á svæðinu sem virkur þátttakandi í samfélaginu.
Frekari upplýsingar um starfið veita framkvæmdastjóri atvinnuþróunarfélagsins, Reinhard Reynisson í síma 464 0415 eða á netfanginu reinhard@atthing.is og sveitarstjóri Langanesbyggðar, Elías Pétursson í síma 468 1220 eða á netfanginu elias@langanesbyggd.is
Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningifyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt öðrum upplýsingum sem umsækjandi vill koma á framfæri, skal senda á Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Garðarsbraut 5, 640 Húsavík eða á netfangið reinhard@atthing.is eigi síðar en 5. maí nk., merkt Betri Bakkafjörður.