Fara í efni

Ert þú með hugmynd að verkefni?

Fréttir

Ert þú með hugmynd að verkefni?


Dagana 25. -28. október nk. ferðast ráðgjafar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra um landshlutann og bjóða upp á viðtalstíma og persónulega ráðgjöf.

Þriðjudagur 25. október
Kópasker kl. 9:30 - 11:00 Skrifstofa Norðurþings á Kópaskeri
Þórshöfn kl. 12:00 - 13:30 Skrifstofa Langanesbyggðar, Langanesvegi 2
Raufarhöfn kl. 15:00 - 16:30 Ráðhúsið á Raufarhöfn

Tímarnir eru opnir en okkur þætti gott að vita af þér og fá yfirsýn yfir hversu margir mæta, því biðjum við þig um að skrá þig með nafni og velja staðsetningu. Þá verður allt skipulag skilvirkara. Aftur á móti þá fá hugmyndasmiðir stundum skyndihugdettur, við vitum það og því eru allir velkomnir þó svo viðkomandi hafi ekki skráð sig.
Skráningarhlekkur:
https://forms.office.com/r/vYQTJam4UJ

Viltu vita meira um Uppbyggingarsjóð?
https://www.ssne.is/.../soknaraaetlun/uppbyggingarsjodur