Fara í efni

Fálkaungi fangaður á Þórshöfn

Fréttir
Í gær var fálkaunga komið til bjargar á Þórshöfn en hann var ófleygur og líklega grútarblautur. Fuglasérfræðingar báðu um að fuglinn yrði fangður eftir að myndir af honum komu á facebook síðu heimamanna. Hann gisti í góðu yfirlæti hjá Guðjóni Gamsa í nótt og fór með flugi til Reykjavíkur í dag. Þar tók Sunna Björk Ragnarsdóttir við honum en hún er líffræðingur sem sérhæfir sig í fuglarannsóknum. Þar gistir hann í nótt en fer á morgun í Húsdýragarðinn þar sem hann fær viðeigandi umönnun.

Í gær var fálkaunga komið til bjargar á Þórshöfn en hann var ófleygur og líklega grútarblautur. Fuglasérfræðingar báðu um að fuglinn yrði fangður eftir að myndir af honum komu á facebook síðu heimamanna. Hann gisti í góðu yfirlæti hjá Guðjóni Gamsa í nótt og fór með flugi til Reykjavíkur í dag. Þar tók Sunna Björk Ragnarsdóttir við honum en hún er líffræðingur sem sérhæfir sig í fuglarannsóknum. Þar gistir hann í nótt en fer á morgun í Húsdýragarðinn þar sem hann fær viðeigandi umönnun. 

Myndir Aneta Potrykus

Sunna Björk setti þessa mynd inná facebook síðuna sína en hann er nú næturgestur hjá þeim Gunnastaðasystrum þar til hann fer í Húsdýragarðinn á morgun.