Fara í efni

Fallegur almenningsgarður í vinnslu á Bakkafirði

Fréttir
Erna Ólöf að dreifa spæni yfir göngustíginn
Erna Ólöf að dreifa spæni yfir göngustíginn
Göngustígur, hænsnakofi, kartöflu- og kálgarður er meðal þess sem sjá má í nýjum garði sem unglingar á Bakkafirði vinna að í unglingavinnunni. Ívar Bjarklind leiðbeinir og vinnur með unglingunum en hann verður yfir unglingavinnunni þar í sumar.

Göngustígur, hænsnakofi, kartöflu- og kálgarður er meðal þess sem sjá má í nýjum garði sem unglingar á Bakkafirði vinna að í unglingavinnunni. Ívar Bjarklind leiðbeinir og vinnur með unglingunum en hann verður yfir unglingavinnunni þar í sumar.

Þegar þessar myndir voru teknar í gær var göngustígurinn hálfnaður, kálið farið að spretta, búið að koma fyrir hænsnakofa, stinga upp beð og var næsta verk að setja sumarblómin niður. Garðurinn er miðsvæðis í þorpinu og verður án efa gaman að rölta þar um þegar verkinu er lokið. /HS 

 

Myndir: Hilma Steinarsdóttir