Fara í efni

Fallið frá því að draga úr flugi til Þórshafnar og Vopnafjarðar

Fréttir

Vegagerðin lagði nýverið til breytingu á flugi til Vopnafjarðarðar og Þórshafnar þar sem fækka átti flugferðum úr fimm í þrjár á viku. Sveitarstjórnir Langanesbyggðar og  Vopnafjarðarhrepps mótmæltu þessari fyrirhuguðu breytingu harðlega og nú hefur svo farið að Vegagerðin hefur fallið frá breytingunni. „Fyrir liggur minnisblað frá Vegagerðinni um breytingar á flugi til og frá Vopnafirði og Þórshöfn vegna fyrirhugaðs útboðs á flugleiðinni Akureyri-Vopnafjörður-Þórshöfn-Akureyri, sem gert verður í haust".