Fara í efni

Fánasmiðjan

FÁNASMIÐJAN á Þórshöfn er stærsti fánaframleiðandinn á Íslandi í dag. Við prentum að jafnaði um 20 kílómetra af fánum á ári. Við höfum yfir að ráða silkiprentvél sem ræður við svokallaða stórfánaprent



FÁNASMIÐJAN á Þórshöfn er stærsti fánaframleiðandinn á Íslandi í dag. Við prentum að jafnaði um 20 kílómetra af fánum á ári. Við höfum yfir að ráða silkiprentvél sem ræður við svokallaða stórfánaprentun og er samstæðan um 25 m á lengd og er ein af fáum vélum sinnar tegundar í Evrópu.

Fyrirtækið var flutt frá Reykjavík til Þórshafnar í febrúar 2005 og hóf starfsemi sína undir nafninu Silkiprent og fánar ehf. Á þessum tveimur árum sem liðin eru hafa komið í ljós ýmis vandamál með nafngiftina og var því tekin sú ákvörðun að skipta um nafn og heitir fyrirtækið nú FÁNASMIÐJAN frá og með 1. febrúar 2007. Með breytingunni ætti allur ruglingur að vera úr sögunni við annað fyritæki með svipuðu nafni.

Hjá FÁNASMIÐJUNNI starfa fjórir starfsmenn allt árið en á vorin er háannatími og bætast þá einn til tveir í hópinn. Húsnæðið er einkar rúmgott 500m2 við Langanesveg 2, á Þórshöfn.

Framkvæmdastjóri er Karen Rut Konráðsdóttir en fyrirtækið er að mestu í eigu fjölskyldu hennar.

karen@fanar.is              http://www.fanar.is/