Fara í efni

Fann flöskuskeyti við Harðbak á Sléttu

Íþróttir
Snemma í júnímánuði þegar Þórhalllur Agnarsson var á leið í Laugar í æfingabúðir í frjálsum íþróttum, var stoppað við Harðbak á Sléttu. Brá Þórhallur sér ofan í fjöru í skoðunarferð og fann þar flösku

Snemma í júnímánuði þegar Þórhalllur Agnarsson var á leið í Laugar í æfingabúðir í frjálsum íþróttum, var stoppað við Harðbak á Sléttu. Brá Þórhallur sér ofan í fjöru í skoðunarferð og fann þar flöskuskeyti. Í skeytinu stóð:

Suðureyri september 19.

Ágæti finnandi, ég er hér í 6. bekk og ég er í grunnskólanum á Suðureyri og við erum að læra um veðrið. Og okkur datt í hug að senda flöskuskeyti og sjá hvar sjávarstraumurinn lætur það.

Síðan var gefið upp nafn og símanúmer og Þórhallur hringdi óðara til að láta vita um fundinn.  Þannig að nú eru nemendur 6. bekkjar á Suðureyri væntanlega fróðari um sjávarstraumana en áður.

Heiðrún Óladóttir