Félagsráðgjafi í Langanesbyggð
24.02.2015
Fréttir
Félagsráðgjafi Félagsþjónustu Norðurþings, verður til viðtals á Þórshöfn þriðjudaginn og miðvikudaginn 24.-25 febrúar.
Hægt er að bóka viðtal vegna barnaverndar, fjárhagsaðstoðar og félagslegrar ráðgjafar.
Félagsráðgjafi Félagsþjónustu Norðurþings, verður til viðtals á Þórshöfn þriðjudaginn og
miðvikudaginn 24.-25 febrúar.
Hægt er að bóka viðtal vegna barnaverndar, fjárhagsaðstoðar og félagslegrar ráðgjafar.
Félagsleg ráðgjöf tekur til þess að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál annars vegar og stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda hins vegar. Í félagslegri ráðgjöf getur falist ráðgjöf t.d. vegna fjárhagsvanda, húsnæðisleysis, atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, öldrunar, fjölskylduvanda, uppeldisvanda, skilnaðarmála, ættleiðingarmála og áfengis- og fíkniefnavanda.
Tímapantanir í síma 464 6100 eða á netfangið signy@nortdurthing.is