Ferðafélag í burðarliðnum
25.03.2009
Fundur
Í gærkvöldi var haldinn undirbúningsfundur fyrir stofnun ferðafélags á svæðinu frá Bakkafirði í Öxarfjörð. Fundurinn var haldinn í Hafliðabúð á Þórshöfn. Mæting var góð og líflegar umræður uÍ gærkvöldi var haldinn undirbúningsfundur fyrir stofnun ferðafélags á svæðinu frá Bakkafirði í Öxarfjörð. Fundurinn var haldinn í Hafliðabúð á Þórshöfn. Mæting var góð og líflegar umræður urðu um félagið sem ákveðið var að stofna, m.a. um félagssvæði og nafn.
Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands fræddi fólk um félagið og svaraði spurningum um ýmislegt er lýtur að stofnun og starfsemi slíks aðildarfélags eða deildar. Ákveðið var að halda framhaldsstofnfund á Raufarhöfn fljótlega eftir páska þar sem samþykkt verða lög og þar með starfssvæði og heiti félagsins. Það verður bráðlega auglýst nánar. Þeir sem vilja gerast stofnfélagar eða fá frekari upplýsingar geta skráð sig hjá Sif Jóhannesdóttur í síma 464-0417 / 848-3586, netfang sif@atthing.is.