Ferðasumarið 2014
06.05.2014
Fréttir
Nú styttist í upphaf ferðasumarsins 2014 en segja má að það hefjist með komu skemmtiferðaskipsins Fram sem kemur 31. maí n.k. Unnið hefur verið markvisst að því í Langanesbyggð að undirbúa sumarið með því að fjölga afþreyingarmöguleikum og má þar nefna uppsetningu útsýnispalls á Skoruvíkurbjargi, með uppsetningu upplýsingaskilta sem sett verða upp í sumar og útgáfu Ævintýrakorts barnanna svo að dæmi séu tekin.
Þá var einnig glæsileg umfjöllun um Langanesbyggð í nýjasta blaði Icelandic Times
Umfjöllunina má lesa með því að smella hér.
Nú styttist í upphaf ferðasumarsins 2014 en segja má að það hefjist með komu skemmtiferðaskipsins Fram sem kemur 31. maí n.k.
Unnið hefur verið markvisst að því í Langanesbyggð að undirbúa sumarið með því að fjölga afþreyingarmöguleikum og má þar nefna uppsetningu útsýnispalls á Skoruvíkurbjargi, með uppsetningu upplýsingaskilta sem sett verða upp í sumar, útgáfu Ævintýrakorts barnanna og söguslóðarbæklingur svo að dæmi séu tekin. Þá verður Gallerí Beita opin í sumar en þar kennir ýmissa grasa.
Í síðsta tímariti Icelandic Times var glæsileg umfjöllun um Langanesbyggð. Umfjöllunina má lesa með því að smella hér.