Fara í efni

Ferðaþjónusta opnar á Felli

Fréttir
Í sumar hafa hjónin á Felli í Bakkafirði, Reimar Sigurjónsson og Dagrún Þórisdóttir unnið að því að setja upp smáhýsi sem leigt verður út. Stefnan er sett á að fá annað hús næsta sumar og sjá svo hvernig málin þróast. Þau stefna einnig að því að geta farið í einhverja veitingaþjónustu fyrir gestina og geta þá notað heimaafurðir, en þau búa með sauðfé, geitur, hesta, hunda, hænur og gæsir.

Í sumar hafa hjónin á Felli í Bakkafirði, Reimar Sigurjónsson og Dagrún Þórisdóttir unnið að því að setja upp smáhýsi sem leigt verður út. Stefnan er sett á að fá annað hús næsta sumar og sjá svo hvernig málin þróast. Þau stefna einnig að því að geta farið í einhverja veitingaþjónustu fyrir gestina og geta þá notað heimaafurðir, en þau búa með sauðfé, geitur, hesta, hunda, hænur og gæsir. Það vill svo skemmtilega til að fyrsta leigunóttin í húsinu verður í dag en það eru menn sem vinna að verkefni uppá Gunnólfsvíkurfjallinu sem hafa leigt húsið. Þau hafa þó öll fjölskyldan prófað að sofa í húsinu og líkað vel. Húsið heitir Smyrill en fellið fyrir ofan bæinn heitir Smyrlafell. Í eina tíð var það einnig bæjarnafnið, sem síðar var stytt í Fell. Finna má ferðaþjónustuna á Fésbókinni https://www.facebook.com/Fell.cottages en meira kynningarstarf og markaðsstarf fer brátt af stað - Gréta Bergrún hitti þau hjónin á góðviðrisdegi nú í ágúst og smellti nokkrum myndum. Einnig er mynd af höfrungum í Finnafirðinum en daginn sem húsmóðirin gisti í húsinu þá voru þeir að leika sér þarna í morgunsárið þegar hún settist út með kaffibollann, ekki amalegt ústýni þetta. /GBJ

 

Þau nota rekavið sem mest í húsið og hér má sjá þessa sniðugu snaga.