Fara í efni

Fjallskilagjöld og álagning þeirra -

Fréttir

Í neðangreindum skjölum er að finna Fjallskilasamþykkt, Minnisblað lögmannsstofu vegna álagningarinnar og Lista yfir fjallskilagjöld.
Í minnisblaði lögmannstofunnar Bonafinde segir í ákvæðum um fjallskil ll. kafla: "Fjallskilamál eru meðal lögbundinna verkefna sveitarfélaga, en samkvæmt lögum um nr. 6/1986, um afréttamálefni, fjallskil o.fl. (hér eftir "fjallskl"), fara sveitarfélög með afrétta- og fjallskilamál innan umdæma sinna eftir því og á þann hátt sem nánar er fyrir mælt í lögum. Þá er kveðið á um það í 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 að sveitarfélögum sé skylt að annast þau verkefni sem þeim eru falin í lögum. Af því leiðir að fjallskilamál teljast til lögbundinna verkefna sveitarfélaga.
Í lok lista yfir fjallskilagjöld jarða er skýrt út hvernig gjaldið er reiknað.

Fjallskilasamþykkt

Minnisblað lögmannsstofu

Listi yfir fjallskilagjöld jarða