Fjárhagsáætlun 2013
Fjárhagsáætlun Langanesbyggðar var tekin til seinni umræðu á sveitarstjórnarfundi þann 6. desember og samþykkt.
Helstu forsendur og rekstrarniðurstöður:
Samkvæmt fjárhagsáætlun 2013 eru útsvar, skatttekjur og fasteignaskattar sveitarfélagsins áætlaðar rúmlega 215,3 milljónir kr. framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga tæplega 131,8 milljónir kr. og aðrar tekjur rúmlega 247,4 milljónir kr. Samtals eru tekjur áætlaðar 594,5 milljónir kr.
Gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins og stofnanna þess verði 314.0 milljónir kr eða sem svarar 53 % af heildartekjum þess. Annar rekstrarkostnaður er áætlaður 171,8 milljónir kr. Afskriftir eru áætlaðar 46,6 milljónir kr. Fjármagnsgjöld eru áætluð 42,4 milljónir kr.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta verður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld jákvæð um 108,7 milljónir kr. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð að upphæð 19,6 milljónir kr.
Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði jákvætt um 84,4 milljónir kr. sem er 14,2% af heildartekjum.
Handbært fé í árslok er áætlað 37,0 milljónir kr.
Greinargerð með fjárhagsáætlun má sjá með því að smella hér.