Fara í efni

Fjölbreytt dagskrá á Bryggjudögum

Fréttir
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í boði fyrir alla á Bryggjudögum á Þórshöfn, dagana 20. til 22. júlí nk.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í boði fyrir alla á Bryggjudögum á Þórshöfn, dagana 20. til 22. júlí nk.

Föstudagurinn 20. júlí

  • 14:00 Kassabílarallý - merktur eignarbikar í verðlaun fyrir sigurvegarann
  • 14:00 Skottsala, hoppukastalar og tankasig við Ísfélagið.
  • 15:00 Dorgveiðikeppni - merktur eignarbikar í verðlaun fyrir sigurvegarann
  • 16:00 Burnout á bryggjunni - merktur eignarbikar í verðlaun fyrir sigurvegarann
  • 17:00 Kjötsúpukvöld. Súpuskálin á kr. 500 fyrir fullorðna en frí áfylling. Frítt fyrir börn
  • 21:00 Bjartmar Guðlaugsson - Tónleikar í Þórsveri. Aðgangseyrir kr. 3.500 - Húsið opnar 20:00 - 18 ára aldurstakmark, bar á staðnum.
  • 24:00 Haukur og Jónas á Bárunni. Aðgangseyrir kr. 2.000.

Laugardagurinn 21. júlí

  • 10:00 Hjólreiðakeppni - 30 km. Hjólað frá íþróttahúsi í átt að Langanesi - merktur eignarbikar í verðlaun fyrir sigurvegara
  • 13:00 Brunaslöngubolti - 16. ára aldurstakmark.
  • 13:00 Hoppukastalar á Allatúni.
  • 16:00 Sápurennibraut á Allatúni fyrir börnin.
  • 21:00 Hagyrðingakvöld í Þórsveri. Hagyrðingar: Ósk Þorkelsdóttir, Jóhannes Sigfússon, Ágúst Marínó Ágústsson og Jónas Friðrik Guðnason. Stjórnandi: Birgir Sveinbjörnsson. Aðgangseyrir kr. 3.000.
  • 23:00 Rokkabillýbandið, Eyþór Ingi og Matta Matt - Stórdansleikur í Þórsveri. Aðgangseyrir kr. 3.500 - 18 ára aldurstakmark.

 Sunnudagurinn 22. júlí

  • 19:00 Kráarkvöld á Dvalarheimilinu Nausti.

 

Öllum eldriborgurum boðið að koma í spil, drykk og dans við harmonikkuleik.

Allur ágóði af hátíðinni rennur beint til kaupa á tæki fyrir heilsugæsluna okkar.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Bryggjudaganefndin.