Fjölgun starfa fyrir námsmenn, 18 ára og eldri
Nýverið tilkynntu stjórnvöld að í sumar verði varið 2.4 milljörðum í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, í samvinnu við opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök.
Frekari upplýsinga um átaksverkefnið er að vænta frá Vinnumálastofnun um sumarstörfin og upplýsingar um umsóknarfrest og styrk til sumarráðninga námsmanna og er beðið þeirra upplýsinga.
Eins og fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins fylgir hverjum námsmanni sem ráðinn er styrkur upp að allt að 472 þús. kr. á mánuði auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð og að ráðningartímabilið verði allt að tveimur og hálfum mánuði. Sjá nánar hér https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/04/09/Sokn-fyrir-namsmenn-Sumarnam-og-sumarstorf-2021/ og á vef Vinnumálastofnunar https://vinnumalastofnun.is/frettir/2021/04/sumarstorf-namsmanna-2021.
Þekkingarnetið mun sækja um styrki til að ráða námsmenn til sumarstarfa þar sem svo snemma sem í byrjun febrúar höfðu okkur borist níu umsóknir um sumarstörf en aldrei áður hefur eftirspurnin verið orðin það mikil á þeim tíma árs. Ljóst er að mikil þörf er fyrir sumarstörf fyrir námsmenn á svæðinu. Við viljum því hvetja til þess að sveitarfélögin sæki um styrki til ráðningar námsmanna til sumarstarfa líkt og í fyrra.
Þekkingarnet Þingeyinga getur aðstoðað við eða tekið að sér eftirfarandi verkefni í þessu sambandi við ráðningu námsmanna til sumarstarfa:
· Aðstoð við gerð umsóknar til Vinnumálastofnunar
· Aðstoð við gerð auglýsinga um sumarstarf/-störf
· Aðstoð við mótun rannsókna- og þróunarverkefna fyrir sumarstarfsmenn (ath að nú þegar liggja nokkrar hugmyndir fyrir sem hægt væri að vinna úr)
· Vinnuaðstaða fyrir námsmenn á starfsstöðvum Þekkingarnetsins á Húsavík, Þórshöfn og Mývatnssveit auk aðstöðu í námsverum Þekkingarnetsins á Laugum, Kópaskeri og Raufarhöfn.
· Umsjón með störfum námsmanna (vinnufyrirkomulag og dagleg viðvera)
· Leiðsögn námsmanna við úrvinnslu verkefna þeirra (a.m.k. vikulegir verkefnafundir sem tryggja gæði og framvindu verkefna og leiðsögn eftir þörfum miðað við þekkingu og reynslu starfsmanna ÞÞ).
Nánari upplýsingar um þetta átaksverkefni veita Lilja Berglind lilja@hac.is , Helena, helena@hac.is og Arnþrúður ditta@hac.is - þær starfa allar hjá Þekkingarneti Þingeyinga