Fara í efni

Fjölmenni á opnu húsi

Fréttir
Ásdís Hrönn skólastjóri býður gesti velkomna
Ásdís Hrönn skólastjóri býður gesti velkomna
Fjölmenni var við opið hús í Grunnskóla Þórshafnar í dag sem efnt var til í tilefni þess að nú er framkvæmdum við endurbætur skólans lokið.

Fjölmenni var við opið hús í Grunnskóla Þórshafnar í dag sem efnt var til í tilefni þess að nú er framkvæmdum við endurbætur skólans lokið.

Ásdís Hrönn Viðarsdóttir skólastjóri ávarpaði gesti og sagði m.a. að eftir endurbæturnar hefði líðan barna og kennara stórbatnað og veikindaforföll minnkað til muna. Skólinn væri því sem næst nýr. Ánægja með endurbæturnar speglaðist m.a. í viðhorfum foreldra og barna sem birtust í nýjum Skólapús.

Börn í yngstu deild tóku lagið í byrjun dagskrárinnar og buðu með því gesti velkomna í skólann. Að ávarpi oddvita loknu var gestum boðið upp á léttar og hollar veitingar og skoðunarferð um skólahúsnæðið. Einnig voru myndasýningar þar sem farið var yfir framkvæmdirnar.