Fara í efni

Fjörugt þorrablót í Þórsveri

Fréttir
Dansinn dunaði sem aldrei fyrr í félagsheimilinu Þórsveri á laugardagskvöldið en þar var haldið árlegt Þorrablót. Í ár komu gestir sjálfir með veisluföng og heyrðist þar af ýmsum nýjungum í þorrabökkunum, súrar kindalappir, kótelettur í raspi, síldarréttir ofl. en flestir voru með hefðbundinn þorramat. Nefndin sá um að skemmta gestum með því að leika menn og málefni, síðan tók hljómsveitin SOS og Svava við fjörinu og héldu uppi stuðinu fram á nótt.

Dansinn dunaði sem aldrei fyrr í félagsheimilinu Þórsveri á laugardagskvöldið en þar var haldið árlegt Þorrablót. Í ár komu gestir sjálfir með veisluföng og heyrðist þar af ýmsum nýjungum í þorrabökkunum, súrar kindalappir, kótelettur í raspi, síldarréttir ofl. en flestir voru með hefðbundinn þorramat. Nefndin sá um að skemmta gestum með því að leika menn og málefni, síðan tók hljómsveitin SOS og Svava við fjörinu og héldu uppi stuðinu fram á nótt.

Þemað í ár var Marokkóskt en fjölmargir bæjarbúar lögðu leið sína þangað í haust í starfsmannaferð Ísfélagsins

Riddarar götunnar láta sig ekki vanta á Þorrablót

Heiðrún Óladóttir hestakona í Útsvarinu

Dóri Dór að ræða við ferðamenn á Langanesi