Flokkun í Grænu tunnuna
Eftirfarandi flokkar mega fara í Grænu tunnuna:
Til að nálgast nánari upplýsingar um hvern flokk á að smella á viðkomandi flokk.
Bylgjupappi
Dagblöð og tímarit
Fernur og sléttur pappi
Plast
Málmar
Innsöfnun á Grænu tunnunni - almennt
Hvert fara hráefnin þegar ég er búinn að setja þau í tunnuna?
Íslenska Gámafélagið losar Grænu tunnuna með Endurvinnslubíl Íslenska Gámafélagsins. Bíllinn er knúinn af methan eldsneyti sem lágmarkar þau umhverfisáhrif sem hljótast af innsöfnun Grænu tunnunar. Endurvinnslubíllinn skilar hráefnunum í Flokkunarmiðstöð Íslenska Gámafélagsins. Þar er unnið úr hráefnunum á sérstöku flokkunarbandi. Sérhæft starfsfólk sér um að flokka hráefnin hvert á sinn stað. Hver flokkur fær svo sína meðhöndlun, allt eftir því hvers eðlis hráefnið er. Hér að neðan má fræðast um einkenni hráefnanna sem setja má í Grænu tunnuna eru og hvað er gert við hráefnin.