Fara í efni

Flott án fíknar

Fundur
Miðvikudaginn 12. Mars kl. 15:00Verður Guðrún Snorradóttir landsfulltrúi UMFÍ.,  í Félagsmiðstöðinni Svarthol með kynningu á klúbbastarfinu Flott án fíknar .  FLOTT án fíknar!  Er féla

Miðvikudaginn 12. Mars kl. 15:00

Verður Guðrún Snorradóttir landsfulltrúi UMFÍ.,  í Félagsmiðstöðinni Svarthol með kynningu á klúbbastarfinu Flott án fíknar .  FLOTT án fíknar!  Er félagsskapur fyrir unglinga með heilbrigðan lífstíl.  Um er að ræða klúbb þar sem félagar(unglingar) gera samning við klúbbstjóra og foreldra sína um að nota ekki tóbak, áfengi eða aðra vímugjafa. 

Þessi klúbbur er til að styðja og styrkja þá unglinga .......................

sem vilja vera reyk-og vímuefnalausir. Kynnt verður fyrir unglingum félagsstarf, námskeið og ungmennaskipti sem gera unglingsárin heilbrigð, spennandi og skemmtileg og því fá klúbbfélagar boð um ýmsa skemmtun og/eða afþreyingu nokkrum sinnum á ári sem verða ódýr eða ókeypis.

Kl: 17:00 mun Guðrún Snorradóttir mæta í Félagsmiðstöðina Svarthol og eiga góða stund með unglingunum okkar, fara í leiki og fleira skemmtilegt en hún er vanur farastjóri og leiðbeinandi í helgarferðum í klúbbastarfinu Flott án fíknar forvarnarstarfi UMFÍ.

Kl. 20:00  í Sportveri verður Guðrún Snorradóttir með kynningu fyrir foreldra, kennara, stjórn UMFL og aðra áhugasama um  forvarnarstarfið, Flott án fíknar klúbbastarfið sem er félagsskapur fyrir unglinga og  almennt starf UMFÍ, nýjar áherslur í menningarstarfi , næstu mót, s.s. unglingalandsmót ofl.

Hvetjum alla til að mæta og taka vel á móti landsfulltrúa UMFÍ.

Íþrótta-og tómstundanefnd

Vímuvarnarráð

UMFL