Flottir krakkar á Smábæjarleikum
Um liðna helgi voru tvö lið frá UMFL að keppa á Smábæjarleikunum á Blönduósi. Nokkrar fjölskyldur fóru og gerðu þar góða helgi, veðrið var fínt fyrir utan úrhelli sem gerði í allra síðasta leik þegar 7 flokkur spilaði um 1 sætið í sínum riðli. Niðurstaðan var 2. sæti hjá 7 flokk og 5 sæti hjá 6 flokk og því alveg óhætt að segja að þarna séu efnilegir leikmenn á ferð. Mótið fór vel fram og ekki skemmdi fyrir að sitja í fullum bíósal og horfa á Ísland gera jafntefli við Argentínu.
Æfingar eru nú komnar á fullt hjá UMFL enda styttist í Ásbyrgismótið góða.
Þarna má sjá gula búninga á báðum völlum
Valgerður tók að sér fyrir hönd foreldra að stjórna 7 flokki
Kristján tók að sér að stýra 6 flokki
Það er svolítið sætt að vinna bikar, en 6 flokkur fékk einnig þátttökubikar og eru þeir nú báðir verðlaunagripirnir komnir uppí Íþróttahús.