Fara í efni

Formlegar viðræður Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps um sameiningu

Fréttir

Svohljóðandi bókanir voru samþykktar á 133. fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar 2. desember:

Tillaga um formlegar viðræður um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps:
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkir tillögu nefndarinnar [undirbúningsnefndar] um að hefja formlegar viðræður við Svalbarðshrepp um mögulega sameiningu sveitarfélaganna, skv. 193. gr. sveitarstjórnarlaga. Einnig er samþykkt að skipa Mirkjam Blekkenhort, Þorstein Ægi Egilsson og Siggeir Stefánsson í viðræðunefndina. Með nefndinni starfa sveitarstjóri og skrifstofustjóri.

Samþykkt samhljóða

Drög að samþykktum fyrir "uppbyggingasjóð" á vegum hins sameinaða sveitarfélags:
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að stofnaður verði sjóður um jarðir hins sameinaða sveitarfélags og um leið framlögð drög að samþykktum fyrir sjóðinn. Sveitarstjórn leggur til að viðræðunefnd um sameiningu sveitarfélaganna, að hún útfæri nánar einstök atriði um stjórn sjóðsins og skipulag.

Samþykkt samhljóða

Tillaga um mótun framtíðarsýnar fyrir hið nýja sameinaða sveitarfélag:
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinna [undirbúningsnefndarinnar].

Samþykkt samhljóða.