Forssá ÞH í togi
13.03.2008
Íþróttir
13. mars 2008Björgunarskip fóru frá Vopnafirði og Þórshöfn. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar er nú með kúffiskveiðiskipið Fossá ÞH í togi, eftir að Fossá fékk veiðarfæri í skrúfuna þegar
13. mars 2008
Björgunarskip fóru frá Vopnafirði og Þórshöfn. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar er nú með kúffiskveiðiskipið Fossá ÞH í togi, eftir að Fossá fékk veiðarfæri í skrúfuna þegar skipið var statt austur af Langanesi undir morgun.
Þar með varð skrúfan óvirk og kallaði skipstjórinn eftir aðstoð. Áhöfnin, sem er sex menn, varpaði ankerum svo skipið ræki ekki stjórnlaust á meðan beðið var eftir björgunarskipum frá Raufarhöfn og Vopnafirði, sem komu að Fossá í morgun.
Þokkalegt veður er á svæðinu og amar ekkert að áhöfninni.