Forvarnardagurinn 2009
Forvarnardagurinn 2009 var haldinn hér í skólanum og voru það að venju 9. bekkingar sem tóku þátt í sérstakri verkefnavinnu undir styrkri stjórn Lárusar og Halldóru.
Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við ýmsa aðila, s.s. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Samband íslenskra sveitafélaga, Háskólann í Reykjavík o.fl. Verkefnið er styrkt af lyfjafyrirtækinu Actavis.
Eitt af markmiðum þessa dags er að virkja nemendur, skóla og samfélagið í heild í baráttunni gegn fíkniefnum. Líkt og í fyrra var áhersla lögð á þrjú megin viðfangsefni.
* Samveru
* Íþrótta- og æskulýðsstarf
* Hvert ár skiptir máli afleiðingar áfengisneyslu
Krakkarnir skiptu sér í 3 hópa og ræddi hver hópur eitt ofantalinna viðfangsefna. Síðan var farið inn á netið og niðurstöðunum skilað inn á síðu forvarnardagsins. Að lokum var horft á myndband þar sem þessi mál voru til umræðu.
HÓ