Fara í efni

Fossá ÞH dregin til Vopnafjarðar

Íþróttir
13. mars 2008Skelveiðiskipið Fossá ÞH362 fékk barka í skrúfuna austan við Langanes klukkan hálf fimm í nótt. Gott veður var á svæðinu og gátu skipsverjar sett út akkeri og skelplóg og var því lítil hæ

Mynd :Víðir Már Hermannsson13. mars 2008
Skelveiðiskipið Fossá ÞH362 fékk barka í skrúfuna austan við Langanes klukkan hálf fimm í nótt. Gott veður var á svæðinu og gátu skipsverjar sett út akkeri og skelplóg og var því lítil hætta á ferðum. Björgunarskipin Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði og Gunnbjörg frá Raufarhöfn voru send á staðinn og tók Sveinbjörn Fossánna í tog um kl. átta. Skipin komu til Vopnafjarðar um klukkan þrjú í dag.

Jörgen Sverrisson formaður björgunarsveitarinnar Vopna segir að siglingin til Vopnafjarðar hafi gengið vel. Frá því að skipið kom til hafnar hafa kafarar unnið að því að reyna að hreinsa úr skrúfunni en ekki er vitað hvort atvikið olli tjóni.

 www.Ruv.is

Myndir af Vopnafjordur.is