Fara í efni

Frá Ungmennafélagi Langnesinga:

Fundur
Í fyrsta lagi: Ákveðið hefur verið að innheimta æfingagjald kr. 1.500 á mánuði fyrir apríl og maí. Gjaldið er mánaðargjald og veitir rétt til að sækja allar æfingar á vegum UMFL. Rétt er að taka fram

Í fyrsta lagi:

Ákveðið hefur verið að innheimta æfingagjald kr. 1.500 á mánuði fyrir apríl og maí. Gjaldið er mánaðargjald og veitir rétt til að sækja allar æfingar á vegum UMFL. Rétt er að taka fram að þær æfingar sem boðið hefur verið upp á í vetur hafa verið endurgjaldslausar.

Í annan stað:

UMFL hefur boðist að taka að sér vörutalningu í Samkaupum miðvikudaginn 2. apríl kl. 15:00. Félagið fær vel borgað fyrir viðvikið og auglýsir hér með eftir 12-14 sjálfboðaliðum í verkið. Áhugasamir hafi samband við Sölva í síma 863-5188 í síðasta lagi núna á föstudaginn 28. mars. Tökum höndum saman og eflum Ungmennafélagið okkar!

Kveðja frá stjórn UMFL