Fara í efni

Fræðasetur um forystufé opnar 01.júní

Fréttir
Ólafur Sveinsson
Ólafur Sveinsson

FRÆÐASETUR UM FORYSTUFÉ
OPNAR 1. JÚNÍ OG ER OPIÐ TIL 31. ÁGÚST. ÞAÐ ER OPIÐ ALLA DAGA MILLI 11:00 OG 18:00.
SÝNING UM FORYSTUFÉ – SÖLUBÚÐ – KAFFIHÚS – LISTSÝNING

OPNUN LISTSÝNINGAR
Listsýning verður opnuð í Fræðasetri um forystufé laugardaginn 3. júní kl.14:00.
Í sumar sýnir Ólafur Sveinsson listamaður á Akureyri teikningar, pasteilmyndir, vatnslitamyndir og skúlptúra. Sýningin verður uppi í allt sumar. Viðfangsefnin eru íslensk náttúra, kindur og svæðið í kringum Þórshöfn. Ólafur hélt sína fyrstu myndlistarsýningu 1984 og hefur sýnt víða erlendis og innanlands síðan.
Ólafur bjó um tíma á Þórshöfn þegar kona hans Aðalbjörg Jónsdóttir var dýralæknir þar og vann hann þá allmikið af myndum þar.

Allir eru hjartanlega velkomnir. Léttar veitingar.