Fara í efni

Fræðslunefnd:

Aðalmenn:Siggeir Stefánsson, formaðurHelgi Mar Árnason, varaformaðurÓlöf Kristín ArnmundsdóttirKristinn LárussonVaramenn:Anna ÞorsteinsdóttirHalldór NjálssonSvala SævarsdóttirDagrún ÞórisdóttirErindis

Aðalmenn:
Siggeir Stefánsson, formaður
Helgi Mar Árnason, varaformaður
Ólöf Kristín Arnmundsdóttir
Kristinn Lárusson
Varamenn:
Anna Þorsteinsdóttir
Halldór Njálsson
Svala Sævarsdóttir
Dagrún Þórisdóttir

Erindisbréf í nánar.

Erindisbréf fræðslu- og menningarnefndar Langanesbyggðar.

Nefndin fjalli um málefni leik-, grunn- og tónlistarskóla Langanesbyggðar ásamt verkefnum bókasafnsnefnda.  Nefndin starfar samkvæmt 7. gr. laga um almenningsbókasöfn nr. 36/1997, samkvæmt 12. og 13. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla, samkvæmt 9. gr. laga nr. 78/1994 um leikskóla og samkvæmt 3. gr. laga nr. 75/1985 um tónlistarskóla.

Hlutverk nefndarinnar er:

I

Að móta skólastefnu fyrir sveitarfélagið og vera sveitarstjórn til ráðgjafar um þau málefni sem undir nefndina heyra.  Einnig að stuðla ávallt að frjórri umræðu og hafa frumkvæði að markvissu starfi í þessum málaflokkum og samstarfi við þá aðila sem starfa á sama sviði.

II

Að veita sveitarstjórn umsögn um fyrirkomulag heilsugæslu í skólum og nýtingu skólamannvirkja utan skólatíma.

III

Að vera sveitarstjórn og skólastjóra til ráðgjafar um vistun barna í skóla utan skólatíma.

IV

Að stuðla að samvinnu og samhæfingu skólastofnana og skólastiga innan sveitarfélagsins.

V

Að stuðla að gerð samræmdrar símenntunaráætlunar fyrir þá starfsemi sem undir nefndina heyrir í samráði við viðkomandi skólastjóra og forstöðumenn.

VI

Að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um ráðningu skólastjóra og starfsmanna bókasafna.

VII

Að vera skólastjóra til samráðs um ráðningu kennara og annarra starfsmanna skólans.

VIII

Að veita sveitarstjórn umsögn um fyrirkomulag á skólaakstri.

IX

Að vera tengiliður sveitarfélagsins við fagstofnanir og fagnefndir um stefnumótun á vettvangi fræðslumála og skal nefndin ávallt leitast við að fylgjast með umræðu um þau málefni sem snerta starfssvið hennar.

X

Að starfa og hafa frumkvæði að margvíslegum málefnum sem snerta starfssvið nefndarinnar og sem nefndinni kann að vera falið af sveitarstjórn með hliðsjón af lögum og reglum sem við eiga hverju sinni.

Nefndin skal setja sér starfsreglur sem sveitarstjórn staðfestir.

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 20. febrúar 2007.

Úr lögum nr. 66/1995 um grunnskóla:

12. gr. Í hverju skólahverfi skal vera skólanefnd sem fer með málefni grunnskóla eftir því sem lög og reglugerðir ákveða og sveitarstjórn eða sveitarstjórnir kunna að fela henni.

Skólanefnd skal sjá um að öll skólaskyld börn í skólahverfinu njóti lögboðinnar fræðslu. Hún skal staðfesta áætlun um starfstíma nemenda ár hvert og fylgjast með framkvæmd náms og kennslu í skólahverfinu. Í sveitarfélögum þar sem skólahverfi eru fleiri en eitt skal áætlun um starfstíma nemenda jafnframt staðfest af viðkomandi sveitarstjórn. Skólanefnd gerir tillögur til skólastjóra og/eða sveitarstjórnar um umbætur í skólastarfi. Jafnframt skal skólanefnd stuðla að tengslum og samstarfi leikskóla og grunnskóla.

Skólanefnd fylgist með og stuðlar að því að skólum sé tryggður aðgangur að sérfræðiþjónustu og að jafnan sé fyrir hendi fullnægjandi húsnæði og annar aðbúnaður, þar með talin útivistar- og leiksvæði nemenda. Skólanefnd ásamt skólastjóra lítur eftir að uppfylltar séu kröfur laga og reglugerða á þessu sviði og gerir tillögur til sveitarstjórnar um úrbætur.

13. gr. Skólanefnd skal kosin af hlutaðeigandi sveitarstjórn eða sveitarstjórnum í upphafi hvers kjörtímabils. Um kosningu í skólanefnd og starfshætti fer samkvæmt sveitarstjórnarlögum, nr. 8/1986, og samþykktum viðkomandi sveitarfélags.

,og samþykktum viðkomandi sveitarfélags.

,og samþykktum viðkomandi sveitarfélags. ,og samþykktum viðkomandi sveitarfélags.

Varamenn í skólanefndum skulu jafnmargir aðalmönnum og kosnir á sama hátt.

Þar sem fleiri en eitt sveitarfélag standa saman að rekstri grunnskóla, eða hluta hans, skal setja í stofnsamning ákvæði um aðild hvers og eins að skólanefnd.

Fulltrúar kennara, skólastjóra og foreldra eiga rétt til setu á skólanefndarfundum með málfrelsi og tillögurétt.

Grunnskólakennarar í skólahverfinu kjósa úr sínum hópi fulltrúa til að starfa með skólanefnd. Þar sem stöðugildi við grunnskóla í skólahverfi eru 15 eða færri skal kjörinn einn kennarafulltrúi en tveir þar sem stöðugildi eru 16 eða fleiri. Varamenn kennarafulltrúa skulu jafnmargir aðalmönnum.

Skólastjóri, eða aðstoðarskólastjóri í forföllum hans, á rétt til setu á skólanefndarfundum þegar fjallað er sérstaklega um málefni viðkomandi skóla.

Foreldrafélag, eða samtök foreldra í skólahverfinu, kýs úr sínum hópi einn fulltrúa til að starfa með skólanefnd og einn varamann.

Úr lögum nr. 78/1994 um leikskóla:

9. gr. Leikskólanefnd, kjörin af sveitarstjórn, fer með málefni leikskóla í umboði sveitarstjórnar. Einn fulltrúi starfsfólks leikskóla og einn fulltrúi foreldra leikskólabarna eiga rétt til setu á fundum leikskólanefndar með málfrelsi og tillögurétti. Heimilt er sveitarstjórn að sameina nefndir þannig að ein nefnd fari með verkefni á fleiri en einu sviði, sbr. 58. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 8/1986.1) Þar sem sveitarfélög hafa sameinast um rekstur leikskóla skulu þau öll eiga fulltrúa í þeirri nefnd sem fer með málefni leikskóla.

Úr lögum nr. 36/1997 um almenningsbókasöfn:

7.gr. Fyrir hverju almenningsbókasafni á vegum sveitarfélaga skal vera 35 manna stjórn, kjörin af hlutaðeigandi sveitarstjórn eða sveitarstjórnum. Kjörtímabil bókasafnsstjórnar er hið sama og sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn setur bókasafnsstjórn erindisbréf. Standi sveitarfélög saman að rekstri bókasafns skal í samstarfssamningi kveða á um aðild hvers og eins þeirra að bókasafnsstjórn og um verkefni hennar. Sama gildir að því er varðar stjórnir umdæmissafna.

Úr lögum nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla:

Úr. 3.gr. Skólanefnd, skipuð fulltrúum eignaraðila, fjallar um málefni skólans og fer með fjárreiður hans.

7.gr. Sveitarfélög, sem reka tónlistarskóla, greiða launakostnað kennara og skólastjóra.  (Ath: Gert er ráð fyrir að skólagjöld greiði annan kostnað)

,og samþykktum viðkomandi sveitarfélags.