Fara í efni

Framkvæmdir við nýja þjónustumiðstöð

Fréttir
Framkvæmdir við nýja þjónustumiðstöð N1 hefjast í næstu viku

Framkvæmdir við nýja þjónustumiðstöð N1 á Þórshöfn hefjast í næstu viku eftir að sveitarstjórn samþykkti á aukafundi í gær, 28. sept. sl., ósk N1 um staðfestingu á staðsetningu nýrrar byggingar.

Skv. áætlunum N1 hefjast framkvæmdir við sökkul í næstu viku og jarðvinna hefst í kjölfarið.  Áætlað er að húsið verði reist í nóvember og verði fokhelt í byrjun desember nk. Síðan taka við framkvæmdir við innréttingar og lagnir innanhúss, en skv. fyrirliggjandi upplýsingum ætti þjónustumiðstöðin að opna um mánaðarmótin febrúar mars nk.

Myndin er af sambærilegri þjónustumiðstöð og þeirri sem reist verður hér.

Lesa má fundargerð sveitarstjórnar um málið hér.