Fresta vegaframkvæmdum til Vopnafjarðar
05.11.2008
Fundur
Nú virðist komið á daginn það sem austfirskir verktakar hafa óttast; að byrjað er að slá fyrirhuguðum framkvæmdum Vegagerðarinnar á Austurlandi á frest vegna efnahagsástandsins. Þannig hefur nú verið
Nú virðist komið á daginn það sem austfirskir verktakar hafa óttast; að byrjað er að slá fyrirhuguðum framkvæmdum Vegagerðarinnar á Austurlandi á frest vegna efnahagsástandsins.
Þannig hefur nú verið ákveðið að hætta í bili við útboð á uppbyggingu tengivegar frá Hringvegi/Háreksstaðaleið til Vopnafjarðar um Vesturárdal. Vopnfirðingar eru að vonum, mjög óhressir með þessa niðurstöðu.
Búið var að auglýsa útboð verksins á Evrópska efnahagssvæðinu og átti að byrja útboð 3. nóvember n.k. á Íslandi.
Byggja átti upp og malbika 39 km langan vegarkafla um Vesturárdal og Hofsárdal til þéttbýlisins á Vopnafirði.
Skrifað af Steinunn Ásmundsdóttir
Austurglugginn
fimmtudagur, 30 október 2008