Fara í efni

Frestun greiðslu fasteignagjalda fyrirtækja

Fréttir

Gjaldendur fasteignagjalda í C-flokki, sem eiga við tímabundna rekstrarörðuleika að stríða vegna tekjufalls, geta óskað eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteignagjalda, sem eru á gjalddaga frá 1. júlí til 1. september 2020.

Gjalddagi og eindagi greiðslna getur frestast til allt að 15. janúar 2021. Skilyrði fyrir umsókn eru að gjaldandi sé ekki í langvinnum vanskilum á opinberum gjöldum, sköttum og öðrum greiðslum til sveitarfélagsins og að ekki hafi verið eða verði greiddur út arður eða eigin hlutir keyptir á árinu 2020, né að úttekt eiganda innan ársins fari umfram reiknað endurgjald, eins og fyrr

Umsókn um frestun skal senda á netfangið langanesbyggd@langanesbygg.is

Í umsókn skal koma fram heiti fasteignar og fastanúmer, nafn og kennitala gjaldanda, símanúmer og netfang. Þá skal tilgreint hvaða gjalddagar það eru sem óskað er eftir að frestað verði. Hægt er að sækja um frestun á greiðslu allt að þriggja gjalddaga.

Með umsókn fylgi rökstuðningur um tekjufall og eftirfarandi gögn:

•             Ársreikningur fyrir árið 2019.

•             Samanburður á VSK-skilum vegna janúar og febrúar 2019 og 2020.

•             Staðfesting endurskoðanda á því að ekki hafi verið greiddur úr arður, eigin hlutir keyptir, né úttekt umfram reiknað endurgjald árið 2020.

Samþykkt sveitarstjórnar felur í sér að á næstu þremur mánuðum verði metið hvort fresta þurfi gjalddögum enn frekar.

Fyrirkomulag greiðslna verði ákveðið í samvinnu við hvern og einn gjaldanda.