Fara í efni

Frétt frá Björgunarsveitinni Hafliða

Fundur
Aðalfundur félagsins var haldinn 18. maí síðastliðinn. Starfsemin árið 2008 var svipuð og undanfarin ár. Félagið er skuldlaust sem er lykilatriði fyrir reksturinn á þeim erfiðu tímum sem eru á Íslandi

Aðalfundur félagsins var haldinn 18. maí síðastliðinn. Starfsemin árið 2008 var svipuð og undanfarin ár. Félagið er skuldlaust sem er lykilatriði fyrir reksturinn á þeim erfiðu tímum sem eru á Íslandi í dag og allt lánsfé mjög dýrt. Hafliði stendur fyrir mörgum atburðum og verkefnum ár hvert sem er hluti af fjármögnun á rekstri og samfélagslegri þátttöku félagsins. Ekki voru neinar stórar fjárfestingar á árinu. Helstu kostnaðarliðir  voru almennur rekstrar- og viðhaldskostnaður. Keyptar voru 3 nýjar hand-tetratalstöðvar sem þýðir að við eigum orðið 6 slíkar og einnig keyptum við ný Gps göngutæki.                                                     Meira á Heimasvæði Björgunarsveitarinnar Hafliða