Fréttabréf
Langanesbyggð -fréttabréf
Nr. 11, 2. árg. 07. tbl. 21. desember 2007 Ábm.
Jólapósturinn!
Tekið verður á móti jólapósti til útburðar innan Þórshafnar í Hafliðabúð eins og undanfarin ár. Móttaka verður á Þorláksmessu kl. 16:00 18:00.
Við jólatréð á Þorláksmessu!
Safnast verður saman og dansað í kringum jólatréð á Þórshöfn kl. 19:30 á Þorláksmessukvöldi og má reikna með að jólasveinarnir láti sjá sig á staðnum fljótlega upp úr því. Björgunarsveitin Hafliði, Samkaup og verkalýðsfélag Þórshafnar bjóða upp á kakó og kökur í búðinni.
Jólaballið!
Jólaball foreldrafélags Grunnskólans á Þórshöfn verður í Þórsveri annan dag jóla og hefst kl. 15:00. Jólaball verður haldið í Grunnskólanum á Bakkafirði annan dag jóla og hefst kl. 15:00. Opið öllum sem vilja taka þátt í gleði barnanna. Og að sjálfsögðu munu jólasveinarnir mæta á staðinn.
Skötuveislur!
Í hádeginu á Þorláksmessu verður boðið upp á dýrindis skötu (vestfirska) á Eyrinni. Meðlæti verður allt samkvæmt efninu og ættu gæðin engan að svíkja.
Á Bakkafirði verður skötuveislan, eins og undanfarin ár, í skólanum á milli kl. 16:00 og 18:00 á Þorláksmessu!
Flugeldasala!
Flugeldasala björgunarsveitarinnar Hafliða verður í Hafliðabúð:
Laugardaginn 29. desember kl. 16:00 til 18:00
Sunnudaginn 30. desember kl. 16:00 til 21:00
Mánudaginn 31. desember kl. 11:00 til 15:00
Á Bakkafirði verður flugeldasala með sama hætti og verið hefur!
Frá Brunavörnum Langanesbyggðar!
Í tilefni hátíðisdaganna sem senn fara í hönd er lag að yfirfara brunavarnir á heimilum okkar, því þar eru jú verðmæti samfélagsins falin, þ.e.a.s. börnin okkar og við sjálf.
Athugum eftirfarandi:
· Reykskynjari í lagi (rafhlöður, 10 ára hámarksaldur og prófa 2:ar á ári)
· Slökkvitæki sem næst útihurð á áberandi (Léttv. 9ltr., Duft 6 kg.)
· Eldvarnarteppi í öll eldhús (skoða árlega)
· Fara aldrei frá logandi kerti
Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
Slökkviliðsstjóri
Messur fram til áramóta!
Messur verða sem hér segir:
Skeggjastaðakirkja:
Á jóladag kl. 14:00
Á Gamlársdag kl. 14:00
Í Svalbarðskirkju
Á jóladag kl. 17:00
Í Þórshafnarkirkju
Á aðfangadag kl. 17:15
Hátíðaropnun í Veri
Aðfangadagur og jóladagur - Lokað
Annar í jólum..............................kl. 11:00 14:00
Gamlársdagur og nýársdagur Lokað
Skákmeistari Þórshafnar 2007!
Keppnin skákmeistari Þórshafnar fer fram í Gengið gegn vímuefnum! Líkt og í fyrra verður farin blysför gegn vímuefnum á Gamlársdag. Á Þórshöfn verður lagt af stað frá ristarhliðinu á Fjarðarvegi kl. 16:00 og gengið að félagsheimilinu Þórsveri. Á Bakkafirði verður lagt af stað frá Arnarbúð kl. 16:00 og gengið út fyrir íþróttavöll (að bátnum). Mætum sem flest og tökum þátt í að vekja athygli á vágesti sem varðar okkur öll. Kyndlar verða afhentir á staðnum. Vímuvarnarráð. Áramótabrennur! Áramótabrennan á Gamlárskvöld verður á Þórshöfn út við Hjallamel og kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Á Bakkafirði verður kveikt í brennunni kl. 21:00. Flugeldasýning! Flugeldasýning björgunarsveitarinnar Hafliða verður á Gamlárskvöld og hefst kl. 21:30 við grindarhlið á Fjarðarvegi. Besta útsýnið verður af hafnarsvæðinu. Þórshöfn 21. desember 2007/