Fara í efni

Fréttabréf-

Bj.sv. Hafliði18 febrúar 2008  1 tbl. 7 árg.Ábm. Siggeir StefánssonMinning: Henrý Már Ásgrímsson f. 23.04.55              &nb

Bj.sv. Hafliði

18 febrúar 2008 

1 tbl. 7 árg.

Ábm. Siggeir Stefánsson

Minning: Henrý Már Ásgrímsson f. 23.04.55                 d. 14.09.07

Henrý var virkur félagi í áratugi og sendum við aðstandendum samúðarkveðjur vegna frAðstandendur Henrýs bentu þeim sem vildu minnast hans á Bjsv. Hafliða og safnaðist þar upphæð, sem í samráði við Guðrúnu ekkju Henrýs, var ákveðið að ráðstafa til kaupa á 5 nýjum GPS staðsetningartækjum.  Munu 2 þeirra verða á nýju vélsleðunum og 3 verða tilbúin fyrir leitarflokka, en auk þess verður settur upp þakkarskjöldur í Hafliðabúð.  Við viljum þakka aðstandendum Henrýs fyrir stuðninginn.áfalls hans.

-

Nýr björgunarbíll

Bíllinn kom til okkar síðasta sumar. Bíllinn er af gerðinni Nissan Patrol og er fullbreyttur fyrir fjallaferðir á 44 dekkjum. Bíllinn kostaði með öllum breytingum og fullkomnum fjarskiptabúnaði um 8,5 milljónir króna og tókst okkur um síðustu áramót að fullgreiða bíllinn án þess að þurfa að taka lán. Þetta náðist með miklum velvilja margra aðila sem styrktu okkur.

Fyrir kaupin var búið að safna rúmlega 2 m.kr., Hummerinn var seldur fyrir 3,3 mkr, Landsbjörg styrkti okkur um 900 þús. Svo fengum við styrki frá mörgum heimaaðilum sem eru eftirtaldir:

1.     Hraðfrystistöð Þórshafnar hf

2.     Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis

3.     Verklýðsfélag Þórshafnar

4.     Svalbarðshreppur

5.     Langanesbyggð

6.     Geir ehf

7.     Veiðifélag Hafralónsár

8.     Trésmiðjan Brú

9.     Þórshafnardeild Rauða kross Íslands

Öllum þessum aðilum er þakkað fyrir velvilja í okkar garð.

Eftirtaldir aðilar buðu íbúunum upp á flugeldasýningu Hafliða um síðustu áramót:

Verkalýðsfélag Þórshafnar                  Samkaup

Hraðfrystistöð Þórshafnar hf               Haki ehf

Fiskmarkaður Þórshafnar ehf              Trésmiðjan Brú ehf

Fánasmiðjan                                       Skálinn Þórshöfn

BJ Vinnuvélar                                     Langanesbyggð

Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis   Þistill ehf

Vátryggingafélag Íslands                     Geir ehf

Svalbarðshreppur                               Landflutningar

Veitingastaðurinn Eyrin

Björgunarsveitafatnaður

Bj.sv. Hafliði býður öllum félagsmönnum styrk til að kaupa sér utanyfir galla frá Landsbjörg. Styrkurinn hljóðar upp á kr. 12.000,-. Gallinn (buxur og úlpa) kostar um 19 þúsund krónur hjá 66°N svo gallinn kostar um 7.000,- til félagsmanna.

Örn / Starfsstöð á Bakkafirði

Árið 2007 var gerður samningur við áhugasama aðila og fyrrverandi félagsmenn í Björgunarsveit á Bakkafirði um starfstöð/útibú  frá Bjsv Hafliða. Starfstöðin á Bakkafirði verður rekin sem sjálfstæð eining af félagsmönnum þar en er samt inni í reikningum Hafliða og félagsmenn verða skráðir í Hafliða.

Björgunarbátur

Á síðasta ári kom maður frá Zodiac í Frakklandi til okkar og lagfærði galla sem hafði komið upp í bátnum okkar Jóni  Kr, Sprungur höfðu komið í ljós í gafli bátsins og tók viðgerðin  þrjá daga.

Vélsleðar

Velunnari Hafliða gaf okkur tvo öfluga vélsleða ásamt góðri kerru fyrir sleðana á síðasta ári. Þetta eru lítið notaðir sleðar og kerra í mjög góðu ásigkomulagi og eiga eftir að koma sveitinni vel. Kerran er lokuð og rúmast á henna tveir vélsleðar. Sleðarnir eru af lengri gerðinni og yfir 100 hestöfl hvor. Þökkum við viðkomandi fyrir höfðinglega gjöf en hann vill ekki láta nafn síns getið.

Þyrlueldsneyti.

Eins og fram hefur komið þá er Bj.sv Hafliði  með umsjón á eldsneyti fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar sem geymt er á flugvellinum. Félagsmenn eru búnir að koma þar upp gámi með  hita og ljósum og er aðstaðan orðin eins og LHG vildi hafa hana.  Geymdir eru um 1.500 til 2.000 lítrar hverju sinni og hafa þyrlurnar notfært sér þetta nokkrum sinnum á síðasta ári.

Við viljum þakka öllum velunnurum okkar fyrir þeirra framlag til framgangs og vaxtar björgunarsveitar innar Hafliða, án þeirra væri ekki hægt að halda úti starfsemi sem þessari.  Takk fyrir