Fara í efni

Fréttabréf

Fundur
Langanesbyggð      -fréttabréfNr. 18,  4. árg. 01. tbl. 13. janúar  2009               &nb

Langanesbyggð      -fréttabréf

Nr. 18,  4. árg. 01. tbl. 13. janúar  2009                              Ábm. Björn Ingimarsson

ÍBÚAFUNDUR VEGNA OLÍULEITAR Á DREKASVÆÐI!

Miðvikudaginn 14. janúar verður haldinn íbúafundur á Þórshöfn þar sem kynnt verður skýrsla, sem unnin var í samstarfi iðnaðarráðuneytis, Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps, er varðar þjónustu við olíuleit á Drekasvæðinu.  Jafnframt verður kynnt fyrirhugað útboð vegna þessa. Á fundinn mæta, auk skýrsluhöfunda (verkfræðistofan Efli), iðnaðarráðherra, fulltrúi Orkustofnunar, fulltrúi Siglingastofnunar og fleiri er að málinu hafa komið.

Fundurinn verður í félagsheimilinu Þórsveri og hefst kl. 20:30 samkvæmt meðfylgjandi dagskrá:

·        Setning Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra

·        Kynning á skýrslu Hafsteinn Helgason, Efli

·        Olíuleitarverkefni kynnt Kristinn Einarsson, Orkustofnun

·        Öldufarslegar aðstæður Gísli Viggósson, Siglingastofnun

·        Áhrif á framtíðarskipulag Halldór Jóhannsson, Teikn á lofti

·        Pallborðsumræður

Fundarstjóri verður Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.

Íbúar Langanesbyggðar og nærsveita eru hvattir til að mæta og kynna sér þetta mjög svo áhugaverða málefni!.

Nýir starfsmenn hjá Langanesbyggð!

Á undanförnum vikum og mánuðum hafa orðið nokkrar breytingar á starfsmannaliði Langanesbyggðar.  Nokkrir hafa látið af störfum en aðrir komið í þeirra stað.

Nýir starfsmenn eru:

  • Björgvin Axel Gunnarsson, slökkviliðsstjóri
  • Halldóra Gunnarsdóttir, æskulýðs- og menningarfulltrúi
  • Halla Rún Halldórsdóttir, starfsmaður á Nausti
  • Hanna Margrét Úlfsdóttir, leiðbeinandi við Grunnskólann á Þórshöfn
  • Kristbjörg Níelsdóttir, leiðbeinandi við Grunnskólann á Þórshöfn
  • Ko-Leen Berman, starfsmaður á Nausti
  • Lauren Patrice Ole, hjúkrunarfræðingur á Nausti
  • Magdalena Silwia Zawodna, starfsmaður leikskólans Barnabóls
  • Maren Ó. Hjaltadóttir, starfsmaður íþróttahúss og Grunnsk. á Þórsh.
  • Margrét A. Hjaltadóttir, stuðningsfulltrúi við Grunskólann á Þórshöfn
  • Sólveig Sveinbjörnsdóttir, starfsmaður áhaldahúss á Þórshöfn
  • Þórhalla A. Hjaltadóttir, stuðningsfulltrúi við Grunnskólann á Þórsh.

Allt þetta ágæta starfsfólk er boðið velkomið til starfa um leið og þeim sem kosið hafa að hverfa til starfa á öðrum vettvangi er óskað velfarnaðar.

Hundaeigendur athugið!

Þeir hundaeigendur sem einhverra hluta vegna hafa ekki gengið frá nauðsynlegum formsatriðum vegna undanþágu til hundahalds í þéttbýli eru hvattir til að gera slíkt hið fyrsta.

Þórshöfn 13. janúar 2009/Björn Ingimarsson sveitarstjóri