Fréttabréf 2. febrúar 2009
Langanesbyggð -fréttabréf
Nr. 20, 4. árg. 03. tbl. 2. febrúar 2009 Ábm.
Íbúðir til sölu í félagslega kerfinu!
Athygli er vakin á því að eftirtaldar íbúðir í félagslega kerfinu á Þórshöfn eru til sölu og eru áhugasamir kaupendur hvattir til að leggja inn tilboð á skrifstofu Langanesbyggðar.
Samkvæmt samþykkt hreppsnefndar Langanesbyggðar, dags. 08.01.09, skulu núverandi leigjendur njóta forkaupsréttar.
Eign Stærð (ferm) Lýsing
Bakkavegur 5 113 Einbýli, 4ra herb.
Langholt 6 111 Raðhús, 4ra herb.
Pálmholt 1,3,5 og 7 87 Parhús, 3ja herb.
Pálmholt 6 85 Raðhús, 3ja herb.
Pálmholt 8 og 10 110 Raðhús, 4ra herb.
Pálmholt 11 93 Raðhús, 3ja herb.
Pálmholt 13 75 Raðhús, 2ja herb.
Vesturvegur 4a og 4b 88 Parhús, 3ja herb.
Vesturvegur 6b 68 Raðhús, 2ja herb.
Vesturvegur 10a og 10b 77 Parhús, 2ja herb.
Einnig er vakin athygli á því að til staðar eru lausar byggingalóðir við Fjarðarveg, Sunnuveg, Lækjarveg, Miðholt og Langanesveg. Áhugasömum er bent á að setja sig í samband við sveitarstjóra varðandi frekari upplýsingar.
Fundur hreppsnefndar Langanesbyggðar verður haldinn miðvikudaginn 4. febrúar 2009 kl. 16:00 í félagsheimilinu Þórsveri.
DAGSKRÁ:
- Fundargerðir nefnda og ráða.
· Hreppsnefnd 22.01.09
· Hreppsnefnd 29.01.09
- Fundargerðir frá ýmsum aðilum.
· Eyþing Stjórnarfundur 06.01.09
- Skýrsla sveitarstjóra.
- Innsend erindi.
Til kynningar:
· Samband íslenskra sveitarfélaga Megináherslur í úrgangsmálum
· Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Sameining læknavakta í Norður Þingeyjarsýslu.
· Hreppsnefnd Svalbarðshrepps Afgreiðslur og fyrirspurnir Svör sveitarstjóra Lnb.
Til afgreiðslu:
· Hestamannafélagið Ábending til hreppsnefndar Langanesbyggðar.
· Ungmennafélag Langnesinga Styrkbeiðni vegna knattspyrnumóts í Rvík 07. 08.02.09.
· Reynir Jónsson Umsókn um lóð undir hesthús og skilda starfssemi.
· Skóladeild Akureyrar Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Þórshöfn 2. febrúar 2009/