Fara í efni

Fréttabréf 27 febrúar 2009

Langanesbyggð      -fréttabréfNr. 21,  4. árg. 04. tbl. 27. febrúar  2009               &n

Langanesbyggð      -fréttabréf

Nr. 21,  4. árg. 04. tbl. 27. febrúar  2009                             

Ábm. Björn Ingimarsson

Þingeyskur Sögugrunnur

Kynningarfundur í Félagsheimilinu Þórsveri þann 7. mars

kl. 11:00 12:30

Laugardaginn 7. mars verður haldinn kynningarfundur í Félagsheimilinu Þórsveri á vegum Menningarmiðstöðvar Þingeyinga á verkefninu Þingeyskur Sögugrunnur.

Verkefnið felur í sér skráningu á sagnfræðilegum þáttum og staðháttum í Þingeyjarsýslum, á svæði sem nær allt frá botni Eyjafjarðar austur fyrir Langanes, í heildstætt upplýsingakerfi.  Upplýsingarnar í kerfinu verða svo gerðar aðgengilegar almenningi t.d. í gegnum kortavefsjá á netinu.

Sem dæmi um þær upplýsingar sem nú er unnið að skráningu á eru:  Gömlu árabátamiðin, bátalendingar, vöð og ferjustaðir, gamlar þjóðleiðir um sýsluna, kirkjur og kirkjustaðir o.fl.

Aðstandendur fundarins hvetja heimamenn til að koma á framfæri sínum hugmyndum um hvaða upplýsingum beri að safna í Sögugrunninn.  Góður tími er áætlaður í spjall.

Allir sem áhuga hafa á menningararfleifð Þingeyinga eru hvattir til að mæta á fundinn og sérstaklega þeir sem kunna að búa yfir þekkingu sem nýst gæti verkefninu.

Þeir sem vilja leita sér nánari upplýsinga um verkefnið eða fundinn er bent á að hafa sambandi við Daníel á netfangið danniborg@gmail.com eða í síma 8220522.

Boðið veður upp á kaffi og meðlæti.

Allir velkomnir.

Menningarmiðstöð Þingeyinga

Álagningarákvæði í Langanesbyggð 2009.

1.       Gjaldskrá fasteignagjalda
Fasteignaskattur A er 0,36% af heildarálagningarstofni.
Fasteignaskattur B er 1,65% af heildarálagningarstofni.

Fasteignaskattur C er 1,32 % af heildarálagningarstofni.
Lóðarleiga er kr. 4.90,- pr. m2 eða samkvæmt leigusamningi.
Vatnsskattur er 0,15% af heildarálagningarstofni.
Aukavatnsskattur er kr. 13,90 pr. m3 vatns.
Holræsagjald er 0,15% af heildarálagningarstofni.
Sorphreinsunargjald heimila kr. 8.625,- á íbúð.
Sorphreinsunargjald fyrirtækja kr. 8.625,- eða samkvæmt reikningi.
Sorpeyðingargjald heimila kr. 8.625,- á íbúð.
Sorpeyðingargjald fyrirtækja:
A-flokkur kr.8.625,- Urðað magn (áætlað) að 12 m3 á ári.
B-flokkur kr. 25.875,- Urðað magn (áætlað) frá 12 að 48 m3 á ári.
C-flokkur kr. 103.500,- Urðað magn (áætlað) frá 48 m3 á ári.

2. Undanþágur
Elli- og örorkulífeyrisþegar fá allt að 20.000.- kr. niðurfellingu á fasteignaskatt af eigin íbúðarhúsnæði, sem viðkomandi býr í. Hlutfallsleg örorka veitir hlutfallslegan rétt til lækkunar. Þessar lækkanir hafa verið færðar á álagningarseðlum hjá ellilífeyrisþegum en öryrkjar þurfa að sækja um eða endurnýja fyrri umsóknir. Ef gjaldandi telur sig eiga rétt á frekari afslætti á grundvelli þessa ákvæðis er viðkomandi vinsamlega beðinn um að hafa samband við skrifstofu Langanesbyggðar.

3. Skilgreiningar álagningastofna
Sjá nánar á heimasíðu Langanesbyggðar, www.lnb.is

4. Önnur Þjónustugjöld
Leikskólagjald 14.950,-

Máltíð í skólamötuneyti 405,-

Tónlistarskóli (á önn) 20.700,-

Sundlaug 400,-

Íþrótta- / þreksalur 500,-

Félagsheimilið (allt húsið) 34.000,-

Sláttur (<1000 m2) 3.000,-

Sláttur (>1000 m2) 5.000,-

Hundahald (ársgjald) 7.500,-

Félagsleg heimaþjónusta Taxti-1    0,-.

Félagsleg heimaþjónusta Taxti-2 331,-.

Félagsleg heimaþjónusta Taxti-3 882,-.
Húsaleiga (á m2)  590,-

5. Gjalddagar
Gjalddagar fasteignagjalda eru 8
Eindagi fasteignaskatta er 30 dögum eftir gjalddaga.

Samþykkt á fundum hreppsefndar Langanesbyggðar 04.02.09 og 18.02.09.

Þórshöfn  27. febrúar 2009/Björn Ingimarsson sveitarstjóri