Fara í efni

Fréttabréf Hafliða

Fréttabréf-Bj.sv. Hafliði31 mai 2008  2 tbl. 7 árg.Ábm. Siggeir StefánssonSjómannadagur.Björgunarsveitin Hafliði mun vera með eggjaveislu, skemmtidagskrá á höfninni, kaffi, happadrætti og tækjasý

Fréttabréf-

Bj.sv. Hafliði

31 mai 2008 

2 tbl. 7 árg.

Ábm. Siggeir Stefánsson

Sjómannadagur.

Björgunarsveitin Hafliði mun vera með eggjaveislu, skemmtidagskrá á höfninni, kaffi, happadrætti og tækjasýningu á Þórshöfn laugardaginn 31. mai 2008 í tilefni af  sjómannadegi.

Hvetjum alla til að mæta og taka þátt í skemmtilegum degi.

Eggjaveisla verður á Eyrinni þar sem boðið verður upp á ókeypis egg. Eyrin verður með girnilega súpu á boðstólum.

Skemmtilegir leikir og þrautir verða á hafnarsvæðinu þar á meðal keppni um sterkasta mann og konu Þórshafnar.

Selt verður  kaffi og með því í Hafliðabúð kl. 15.00 til styrktar sveitinni.    

Happadrætti verður á vegum sveitarinnar og verður dregið úr vinningum í kaffinu í Hafliðabúð.

Dagskrá Sjómannadagsins.

Laugardaginn 31. maí 2008.

09.00          Allir draga íslenska fánann að húni.

12.00          Eggjaveisla á Eyrinni, ókeypis egg.

13.00          Útileikir á hafnarsvæði,

15.00          Tækjasýning Hafliða og slökkviliðs byrjar í Hafliðabúð.

15.00          Kaffi og kökur í Hafliðabúð.

Verð: fullorðnir = 1.000,- Krakkar 6-12 ára

og ellilífeyrisþegar = 500,-. Yngri frítt.

15.30                          Guðsþjónusta í Hafliðabúð.

Lifandi harmoniku tónlist verður á staðnum.

16.30                   Dregið í Happadrætti þar sem margir og góðir vinningar eru í boði.

17.00                   Boðið upp á ferðir með björgunarbátnum og nýja björgunarbílnum.

Sunnudagur 1. júní 2008 kl. 14.00 verður sparkvöllur vígður

            

Eyrin verður með opið á föstudags- og laugardagskvöld til kl. 03.00.

Vinningar í happadrættinu eru eftirtaldir:

1                   Gps tæki að verðmæti 30.000,- sem Spsj.Þórsh. gefur.

2                   Flug THO-AK og AK-THO fyrir tvo frá F.Í.

3                   Skúringasett frá Vélaleigu Húsavíkur /Guðmundur á Lóni. Að verðmæti 10.000,-

4                   Veiðistöng og fylgihlutir frá Söluskála N1.

5                   5.000,- fataúttekt frá Fánasmiðjunni.

6-7            5.000,- gjafabréf frá Samkaup Strax.

     8       1 kg harðfiskur frá Marinó Jónssyni ehf.

     9-10   Gjafabréf frá Lyfju á Þórshöfn

    11-12  16 pizza og gos á Eyrinni

    13-14  30 tíma kort í sal og sund frá Verinu og trefill frá

               Vélaleigu Húsavíkur / Guðmundi á Lóni

15                Læri frá Fjallalambi og trefill frá Vélaleigu Húsavíkur.

                                                                       

Hafliði þakkar ofangreindum aðilum fyrir veittan stuðning.

Einnig öllum öðrum aðilum sem styrkja okkur á sjómannadaginn

Aðalfundur Bj.sv. Hafliða.

Dregist hefur að halda aðalfund hjá okkur þetta árið. Stefnt er á að halda hann um miðjan júní. Verður nánar auglýst síðar.

 Björgunarsveitafatnaður.

Bj.sv. Hafliði býður öllum félagsmönnum styrk til að kaupa sér utanyfir galla frá Landsbjörgu. Styrkurinn hljóðar upp á kr. 12.000,-. Gallinn (buxur og úlpa) kosta um 19 þúsund krónur hjá 66°N og  kostar því  um 7.000,- til félagsmanna.

UMFL

Sunnudaginn 1. júní klukkan 14.00, verður sparkvöllurinn á Þórshöfn vígður formlega. Þar mun starfsmaður frá KSÍ afhenda UMFL völlinn til eignar. Afhendingin fer fram á sparkvellinum. Um leið verður vellinum gefið nafn.

Hvetjum alla til að mæta á svæðið.

Við viljum þakka öllum velunnurum okkar fyrir þeirra framlag til framgangs og vaxtar björgunarsveitarinnar Hafliða, án þeirra væri ekki hægt að halda úti starfsemi sem þessari.

Takk fyrir