Fréttabréf Slysavarnarfélags Landsbjargar
Útivistarskóli SL
Tetra stöðvar
Bráðadagur
Bók um snjóflóðaleit
Númi - borðspil
Ráðstefna um fjarskipti
Nýr slysavarnasjóður
Tilboð frá 66°Norður
..................................................................
Útivistarskóli SL- skráning hafin
Skráning í Útivistarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar er hafin. Sem fyrr fara námskeiðin fram á Gufuskálum og í sumar er boðið upp á fimm grunnnámskeið og eitt framhaldsnámskeið. Aðsókn að Útivistarskólanum hefur verið góð undanfarin ár, fullbókað var á öll námskeið síðasta sumar.
Dagsetning námskeiða:
12/6 - 17/6 Grunnnámskeið
26/6 - 01/7 Framhaldsnámskeið.
10/7 - 15/7 Grunnnámskeið
24/7 - 29/7 Grunnnámskeið
07/8 - 12/8 Grunnnámskeið
Vikuna 07/8-12/8 Verður grunnnámskeiðið haldið á Austurlandi
Þeim sem ætla að skrá á hópa frá unglingadeildum eða björgunarsveitum félagsins er bent á að senda tölvupóst þess efnis á skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, utivistarskoli@landsbjorg.is. Við skráningu hóps skuldfærist 50% námskeiðsgjalda á viðskiptareikning viðkomandi einingar og verður það ekki endurgreitt nema gild ástæða sé til staðar. Þremur vikum fyrir námskeið þarf að senda staðfestingu með endanlegum fjölda þátttakenda og verður þá sendur út reikningur. Verðið á námskeiðinu er 20.000 kr. pr. félagsmann.
Einstaklingar utan félags sem áhuga hafa á að skrá sig á námskeið Útivistarskólans geta gert það með því að hringja á skrifstofu félagsins í síma 570 5900 eða sent póst á utivistarskoli@landsbjorg.is. Verð fyrir unglinga utan félags er 32.000 kr.
..................................................................
Könnun á þörf á TETRA stöðvum
Nú hyllir undir það að fleiri TETRA stöðvar verði settar á tilboð til björgunarsveita. Bílstöðvar eru komnar til landsins og eru prófanir hafnar. Ef prófanirnar koma vel út og svar fæst um styrk frá ríkinu verða stöðvarnar niðurgreiddar til björgunarsveita. Eins er stefnt á að halda áfram að niðurgreiða handstöðvar til sveita. Til þess að auðvelda undirbúningsvinnuna er óskað eftir því að formenn sveita sendi inn áætlaða þörf sinnar sveitar á TETRA bíl- og handstöðvum á póstfangið ingolfur@landsbjorg.is
..................................................................
Ráðstefna í tilefni Bráðadagsins
Föstudagin 7. mars er áhugaverð ráðstefna í Rúgbrauðsgerðinni í tilefni af Bráðadeginum. Ráðstefan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Dagskrá ráðstefnunar er hægt að finna hér.
..................................................................
Ný bók Snjóflóðaleit
Björgunarskólinn hefur sent frá sér nýuppfærða bók um snjóflóðaleit. Bókin var upprunalega skrifuð af Leifi Erni Svavarssyni og hefur nú verið uppfærð af Auði Kjartansdóttur, yfirleiðbeinanda Björgunarskólans í snjóflóðaleit. Bókin er uppsett í sama stíl og aðrar nýjar bækur Björgunarskólans í námsefni Björgunarmanns 1 með verkefnum, tillögum af æfingum, frábærum skýringarmyndum og fjölda ljósmynda. Bókin kemur til með að fylgja námskeiðinu snjóflóðaleit og er að sjálfsögðu einnig seld stök. Verð til björgunarsveita og björgunarsveitafólks er kr.1.750,- og til almennings kr.2.500,-
..................................................................
Borðspilið Númi og höfuðin sjö
Borðspilið Númi og höfuðin sjö er komið út. Spilið er viðbót við námsefnið Lært og leikið með Núma sem er byggt á bókinni Númi og höfuðin sjö sem kom út árið 2000. Námsefnið er ætlað elstu börnum leikskóla og 1. bekk grunnskóla. Höfundur spilsins er Halldór Baldursson. Bæði bókinni og námsefninu hefur verið vel tekið í skólum og leikskólum landsins og Númi notið mikilla vinsælda. Spilið var gefið í alla grunn- og leikskóla landsins í vikunni. 24 einingar víðsvegar um landið afhentu skólum og leikskólum í sinni heimabyggð spilið að gjöf.
..................................................................
Ráðstefna um neyðar og öryggisfjarskipti.
Áætlað er að halda ráðstefnu um neyðar og öryggisfjarskipti föstudaginn 14. mars 2008, kl. 09.00 í bíósal Hótel Loftleiða. Tilgangur ráðstefnunnar er að kynna hugtakið neyðar og öryggisfjarskipti
Á ráðstefnunni munu viðbragðsaðilar og notendur Tetra kerfisins vera með stutt erindi um stöðu fyrirtækis eða stofnunar sinnar og hvernig þeir sjá framtíðina í þessum efnum. Auk þessara erinda verður fluttur fyrirlestur um eiginleika Tetrakerfisins og uppbyggingu þess. Að því loknu gefst þátttakendum kostur á að beina spurningum á umræðupanel þar sem lykilaðilar á þessu sviði munu sitja fyrir svörum. Eftir hádegið verða starfræktar vinnubúðir (workshop), þar sem aðilar munu kynna og sýna í raun, ýmsa eiginleika og möguleika Tetrakerfisins á sviði kerfisstjórnunar, notendabúnaðar ofl.
Allir áhugasamir aðilar eru velkomnir á ráðstefnuna. Nánari upplýsingar gefur Ingólfur á skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í síma 570 5925 eða í tölvupósti, ingolfur@landsbjorg.is
..................................................................
Nýr slysavarnasjóður
..................................................................
Tilboð 66°Norður til félagsfólks
66°Norður bjóða öllum meðlimum í Slysavarnafélaginu Landsbjörg 40% afslátt af gráum Glym Softshell jökkunum á meðan birgðir endast.
Jakkinn hentar jafnt fyrir skíði, hjólreiðar, hlaup eða til daglegrar notkunar en þeir eru úr Polartec Power Shield efni sem er vatnsfráhrindandi, teygjanlegt og sérstaklega slitsterkt efni.
Nánari upplýsingar um tilboðið og hvernig best er að panta vöruna er að finna hér.
..................................................................
Til að afskrá eða skrá ykkur á póstlistann hafið samband við skrifstofu
félagsins í síma 570 5900. Einnig er hægt að senda póst á
skrifstofa@landsbjorg.is eða olof@landsbjorg.is.
Póstlisti Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur það að markmiði að senda
út upplýsingar um félagsstarfið og annað sem að gagni getur komið fyrir
félagsmenn. Reynt er að lágmarka óþarfa póstsendingar svo sem
auglýsingar fyrirtækja og annan ruslpóst.