Fréttatilkynning
17.febrúar 2007
Framtíð - samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi (FSSS) var stofnað sunnudaginn 17. febrúar á Hótel Kea Akureyri.
Tilgangur félagsins er
a) að vinna að sameiginlegum hagsmuna málum félagsmanna á öllum sviðum
b) að tryggja að að eðlilegar samkeppnis- og jafnræðisregur séu virtar í sjósókn á Íslandi
c) að mannréttindi skv. stjórnarskrá Íslands og rétturinn til að veiða séu virt í hvívetna
d) að vinna ötullega að víðsýnni og opinni umræðu um breytta og árangursríka fiskveiðistjórn
e) að vera málsvari félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og stjórnvaldsaðgerðum er lúta að sjósókn og fiskveiðum, m.a. semja umsagnir um lagafrumvörp og skipa fulltrúa í nefndir og ráð sem fjalla um hagsmuni félagsmanna.
Það er mikil þörf á að stofna félagið þar sem starfandi hagsmunasamtök þjóna einungis afar þröngum hópi.Almenningi er gjörsamlega misboðið braskið og hvernig kvótakerfið hefur leikið byggðir landsins og sært réttlætiskennd þjóðarinnar. Það er ljóst að framundan þarf að fara í umfangsmiklar breytingar á kvótakerfinu eftir að álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna kom fram og félagið mun beita sér fyrir að réttlátar og sanngjarnar breytingar nái fram að ganga.