Fara í efni

Fréttatilkynning:

Fundur
Я жду тебя / Ég bíð þínAlexandra Chernyshova, sópransöngkona heldur einsöngstónleika á Norðausturlandi um helgina. Efnisskrá tónleikanna eru rómantísk

Я жду тебя / Ég bíð þín

Alexandra Chernyshova, sópransöngkona heldur einsöngstónleika á Norðausturlandi um helgina. Efnisskrá tónleikanna eru rómantísk lög eftir rússneska tónskáldið Sergei Rachmaninov. Alexandra er búsett í Skagafirði, stofnaði Óperu Skagafjarðar sem setti upp La Traviata á síðasta ári. Alexandra er að taka upp geisladisk um þessar mundir með lögum eftir S.Rachminov.

Tilefni þessar tónleika er að kynna væntanlega útgáfu geisladisksins.

Tónleikarnir verða sem hér segir:

Seyðisfjarðarkirkju, föstudagskvöldið 14. mars kl. 20:00

Egilsstaðakirkju, laugardaginn 15. mars kl. 17:00

Miklagarði, Vopnafirði, sunnudaginn 16. mars kl. 16:00

Undirleikari: Zbigniew Zuchowicz

Miðaverð kr. 1500

Alexandra Chernyshova, sópran

alexandrachernyshova

Alexandra er fædd í Kiev, Úkraínu árið 1979. Hún lauk tónlistarskóla,  píanónámi, árið 1993. Þaðan fór hún í söngnám í tónlistarháskólanum Glier í Kíev, því námi lauk árið 1998. Frá árinu 1998 til 2000 söng hún sem einsöngvari með Úkraínsku sinfóníuhljómsveitinni í útvarpi í Kiev. Í apríl, árið 2002, var Alexandra valin besta nýja óperuröddin í keppninni Nýtt nafn í Úkraínu. Síðar það ár tók hún þátt í alþjóðlegri keppni óperusöngvara í Grikklandi, Rhodes og hafnaði þar í fjórða sæti, yngst keppenda. Frá árinu 1999 til 2003 stundaði Alexandra söngnám í söng akademíunni Nezdanova, Odessu / Úkraínu, kennari hennar þar og um leið yfirkennari söngdeildar var prófessor Galina Polivanova. Á þessum árum hefur hún sungið m.a. í óperustúdíóinu í Odessa með sinfóníuhljómsveit. Frá janúar 2003 var Alexandra fastráðin sem einsöngvari í óperunni í Kiev. Samhliða því starfið hún sem einsöngvari með frægum landskarlakór í Úkraínu, Boyan.

Í lok október 2003 fluttist Alexandra til Íslands. Frá febrúar 2004 til apríl hélt Alexandra fjóra tónleika með píanóleikaranum Gróu Hreinsdóttur sem báru heitið Söngvalind í Reykjanesbæ, Þorlákshöfn, Garðabæ og Salnum í Kópavogi. Viðtökur voru mjög góðar og mikil ánægja var með flutning og dagskrá þeirra, m.a. hafði Ríkharður Örn tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins þetta að segja um söng Alexöndru Í rödd söngkonunnar birtist í senn fágætt og fallegt hljóðfæri.....

Alexandra hélt einnig tónleika í Duus, Keflavík 16. júní, með Ingveldi Ýr Jónsdóttur þar sem að áherslan var á sjálfstæði beggja þjóðanna, heiti tónleikanna var Sjálfstæði/Söngur/Stolt. Tónlistargagnrýnandinn Jónas Sen hafði ýmislegt jákvætt að segja um Alexöndru og hennar flutning. Chernyshova, sem hefur verið búsett hér á landi síðan í haust (skrifað 2004), hóf dagskrána og sýndi strax að hún hefur kraftmikla og hljómfagra rödd.

Alexandra gaf út sinn fyrsta geisladisk árið 2006, í kjölfarið hélt hún nokkra tónleika til að kynna diskinn. Eftir tónleikana í Laugarborg í Eyjfjarðarsveit kom tónlistargagnrýni frá Jóni Hlöðveri Strax í öðru laginu, aríu Músettu úr La Boheme, greip þessi tæra, fallega og háa rödd mig sterkum tökum og hún hélt þeim til loka tónleikanna. Þó með þeirri undantekningu að arían úr 68. kantötu J.S. Bach fannst mér ekki skila sér sem skyldi. Kóloratúrflúrið í valsi Láru úr óperunni Rómeó og Júlíu eftir Gounod flaug hratt og ljúft um hlustir mínar. Lög Rachmaninoffs og sér í lagi alþýðulagið frá Úkraínu, sem hún flutti næstsíðast á efnisskránni, voru undurnæmt og fallega flutt. Allt féll svo á besta veg þegar Alexandra og Thomas löðuðu í lokin fram þá einstöku töfra, sem búa í lagi Gershwins um sumartímann. Svo sannarlega falleg kveðja á þriðja degi á sumri. Jón Hlöðver Áskelsson, Morgunblaðið (tónlistargagnrýni, þriðjudaginn 25. apríl 2006)

Um haustið 2006 stofnaði Alexandra Óperu Skagafjarðar. Hennar fyrsta verkefni var óperan La Traviata eftir G. Verdi. Óperan var sýnd víðsvegar um landið, tvær stórar sýningar voru í Skagfirði og á Akureyri þar sem að kammerhljómsveit Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands spilaði undir. Auk þess voru minni uppfærslur á Egilsstöðum, Blönduósi, Hvolsvelli og í Reykjavík. Samhliða þessum sýningum var óperan tekin upp á DVD og CD. Næsta verkefni Óperu Skagafjarðar er óperan Rigólettó eftir G. Verdi. Tónleikar og upptökur verða í vor á Sæluviku Skagfirðinga 27. apríl en sýningar næsta haust.

Alexandra stofnaði Söngskóla Alexöndru í janúar á þessu ári. Skóli er starfræktur á Hofsósi og á Sauðárkróki. Fullbókað er í skólann, 30 nemendur. Söngskólinn verður með metnaðarfulla dagskrá í Sæluvikunni en þá á verður sett upp söng- og söguveisla í samvinnu við Guðrún Ásmundsdóttur um Sigvalda Kaldalóns, ævi og störf. Dagskráin verður í Villa Nova, einu elsta og virðulegasta húsi Sauðárkróks og aðseturs Söngskóla Alexöndru.

Þessir tónleikar sem þið eruð gestir á núna er hluti af tónleikaferð Alexöndru um Ísland og að kynna útgáfu á geisladisk sem inniheldur eingöngu lög eftir Sergei Rachmaninov. Diskurinn kemur út í sumar.

Tónleikarnir og útgáfan er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra og Menningarsjóði Skagafjarðar.

Zbigniew Zuchowicz

Zbigniew

Zbigniew er skólastjóri tónlistarskólans á Vopnafirði. Hann er ættaður frá Póllandi en hefur verið búsettur hér á landi undanfarin ár ásamt fjölskyldu sinni.  Zbigniew er mjög fjölhæfur og hámenntaður tónlistarmaður en auk þess að spila á fjölmörg hljóðfæri þá fæst hann einnig við tónsmíðar, hefur unnið fjölmörg verðlaun fyrir verk sín og starfar einnig samhliða tónlistarskólastarfinu við kórstjórn, sem organisti og hljóðfæraleikari í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

Heimasíða Zbigniews er www.eternalcrafts.com

Sergei Rachmaninov 1873-1943

250Sergei Rachmaninov var ekki aðeins einn besti píanóleikari 20. aldarinnar heldur einnig síðasti fulltrúi rússnesk-rómantísku stefnunnar, sem Tchaikovsky og Rimski-Korsakov eru helstu fulltrúar fyrir.

Fjölskylda Rachmaninovs var upphaflega auðug en lenti í fjárhagserfiðleikum vegna eyðslusemi föður hans og álagið í kjölfar þess leiddi loks til skilnaðar foreldranna. Árið 1885, eftir fyrsta námstímabil Rachmaninovs við tónlistarháskólann í Pétursborg var hann  12 ára gamall sendur í Tónlistarháskólann í Moskvu til að læra á píanó hjá hinum stranga kennara Nikolai Zverev, en reglur hans kröfðust þess að píanóæfingar drengsins höfðust klukkan sex á hverjum morgni. Rachmaninov bjó heima hjá Zverev og það gaf honum tækifæri til að hitta virta tónlistarmenn eins og Anton Rubinstein, Aron Arenski og þann merkasta, Tchaikovsky, sem hann varð fyrir sterkum áhrifum af.

Árið 1888 hóf Rachmaninov að sækja kennslustundir í tónsmíðum hjá Tanejev og Arenski og vaxandi mikilvægi þeirra fyrir hann í tónsmíðum leiddi til samningsslita við Zverev. Áður en hann útskrifaðist samdi hann vinsæl verk, eins og hinn tilfinningaríka 1.píanókonsert, síðan Trio élégiaque nr.1 og hina ofurrússnesku Tchaikovsky-legu einþáttungsóperu, Aleko (sem var útskriftarverkefnið hans og fékk hann hæstu einkunn fyrir) og eftir það tók tónlistarútgefandinn Gutheil hann upp á sína arma. Þá samdi hann Prélúdíu í cís-moll og fóru vinsældir hennar eins og logi yfir akur og færðu honum brátt heimsfrægð. Þó varð hann síðar styggur og leiður á því að áheyrendur heimtuðu stöðugt prélúdíuna.

Þrátt fyrir frægðina sat hann enn um sinn um kyrrt í Moskvu og stjórnaði þar einkaóperufélagi.  Árið 1898 fór hann til London og hélt þar frábærlega heppnaða tónleika, en þegar hann kom heim, varð hann fyrir því áfalli ofan í siugrhrósið á Vesturlöndum, að 1. Sinfónía hans fékk hörmulegar móttökur í Pétursborg og féll hann þá í svo alvarlegt þunglyndiskast, að hann varð sem lamaður í nokkur ár og losnaði ekki úr því, fyrr en dáleiðslu var beitt. Í þakklæti fyrir það tileinkaði hann dáleiðslulækninum 2. Píanókonsertinn, sem kom næstur á eftir og hefur orðið gífurlega vinsæll. Rachmaninov losnaði aldrei við skuggann af þessu áfalli og því urðu verk hans þunglyndisleg, sem áður voru glaðvær.

Hann öðlaðist mikil áhrif sem hljómsveitarstjóri Keisaralega stórleikhússins í Pétursborg þar sem Sjaljapín þá söng, en tvær af óperum hans misheppnuðust, mest að því hve textinn var lélegur. Féll hann þá aftur í þunglyndi og til að ná sér enn upp úr því og fá tíma til tónsmíða flýði hann til Dresden í Þýskalandi og samdi þar 2. Sinfóníuna og tónaljóðið Eyju dauðans. Árið 1909 fór Rachmaninov í fyrstu hljómleikaför sína til Bandaríkjanna og fyrir þá ferð samdi hann 3. Píanókonsertinn. Meðan hann ferðaðist þar um, hafnaði hann boði um að taka við stjórn hinnar frábæru Boston sinfóníuhljómsveitar. Í ferðinni samdi hann hljómsveitaverk við kvæði Edgars Alans Poe, Klukkurnar og taldi það sjálfur eitt af bestu tónverkum sínum. Þegar hann sneri aftur heim, varð hann stjórnandi Fílharmóníusveitar Moskvu, en í sorginni við fráfall vinar síns Scriabins sneri hann aftur að píanóinu. Síðasta meiriháttar verk hans, áður en hann yfirgaf Rússland í byltingunni, var Morgunbænarmessa.

Síðasta þriðjug ævinnar lifði hann sem útlagi á Vesturlöndum og var í förum á milli Bandaríkjanna og lystihúss síns á bökkum Lúsernvatns í Sviss. Hann ferðaðist þá víða um veröld til að halda píanótónleika, en var síönugur yfir því og fannst það bara vera tímasóun. Síðasta áratuginn var hann orðinn svo ríkur,að hann gat dregið úr þessu flakki og samdi þá sum sín bestu verk, eins og Rapsódíu um stef eftir Paganini fyrir píanó og hljómsveit, en þar vísar hann eins og í fleiri verkmum til Dags reiðinnar (Dies irae). Þá samdi hann líka 3. Sinfóníiuna og Sinfónísku dansana.

Þó að almenningur sé hrifnastur af langri svellandi laglínu og hlýrri draumsærri hljómsveitafærslu, er gjöfulustu og persónulegustu list hans sennilega að finna í sönglögum hans.

Rachmaninov lést úr krabbameini á heimili sínu í Beverly Hills árið 1943, aðeins fjórum dögum fyrir hans sjötugasta afmæli.

Efnisskrá               

                                              

1.         Zbigniew  Zuhowicz, píanó

2.         Не пой красавица при мне / Syng þú mér ei. Op.4,n.4

3.         Полюбила я на печаль свою / Elskað hefi ég mér til harms. Op.8,n.4

4.         Сон/Draumur. Op.8,n.5

5.         Здесь хорошо / Hér er gott að vera.Op.21,n.7

6.         Сирень/Dísarunni. Op.21,n.5

7.         Ночь в саду у меня / Í garði mínum um nótt. Op.38,n.1

8.         Я жду тебя / Ég bíð þín. Op.14,n.1

Hlé

9.         Zbigniew Zuchowicz, píanó

10.       У моего окна / Við gluggann minn. Op.26,n.10

11.       Островок / Eyjan litla. Op.14,n.2

12.       Ночь печальна / Döpur er nóttin. Op.26,n.12

13.       Уж ты,нива моя / Akurinn minn kæri! Op.4,n.5

14.       Они отвечали / Þær svöruðu. Op.21,n.4

15.       Вокализ / Vocalise. Op.34,n.14

16.       Весенние воды / Vorleysingar. Op.14,n.11