Fara í efni

Fréttatilkynning

14, mars 2008  Í dag afhendir Ólafur Gíslason & co / Eldvarnarmiðstöðin nýjan slökkvibíl til Langanesbyggðar og Flugstoða. Bílinn er smíðaður hjá ISS-Wawrzaszek í Póllandi en þeir hafa

14, mars 2008 

 

Í dag afhendir Ólafur Gíslason & co / Eldvarnarmiðstöðin nýjan slökkvibíl til Langanesbyggðar og Flugstoða.

 

Bílinn er smíðaður hjá ISS-Wawrzaszek í Póllandi en þeir hafa smíðað fjölda slökkvibifreiða og björgunargáma fyrir Íslendinga.

 

Slökkvibíll þessi er sérbyggður fyrir húsabruna og til slökkvistarfa á flugvelli.

Hann er búinn 3.000 lítra vatnstanki, 300 lítra léttvatnstanki, 135 kílóa dufttæki, mannskapshús með aðstöðu fyrir fjóra reykkafara, auk alls þess búnaðar sem nota þarf við slökkvi og björgunarstörf, hvort sem er að ræða við flugvallar eða húsabruna eða björgunarstarfa á vettvangi.

 

Ástæðan fyrir sameiginlegum kaupum Langanesbyggðar og Flugstoða á þessum slökkvibíl er sú að hjá báðum  aðilum var komið að endurnýjum slökkvibíla.

Í ljós kom að hagsmunir beggja aðila lágu saman í sameiginlegum kaupum á sérsmíðuðum öflugum bíl er hentað gæti þörfum beggja.

Í burðarliðnum er hugsanlegt frekara samstarf þessara aðila í þá átt að Langanesbyggð taki yfir daglegan rekstur Þórshafnarflugvallar.