Fara í efni

Fréttatilkynning frá Minningarsjóði Björns Rúnarssonar.

Fundur
5. desember 2007Úthlutað hefur verið úr minningarsjóði Björns Rúnarsson Þverfelli Lundarreykjadal, sem var fæddur 30. nóvenber 1975 og lést 11. júní 1995. Tilgangur sjóðsins er að styrkja  bráðve

5. desember 2007
Úthlutað hefur verið úr minningarsjóði Björns Rúnarsson Þverfelli Lundarreykjadal, sem var fæddur 30. nóvenber 1975 og lést 11. júní 1995. Tilgangur sjóðsins er að styrkja  bráðveik og langveik börn og ungmenni. Úthlutað er úr sjóðnum á fæðingardegi Björns  ár hvert og allar tekjur sjóðsins  fara óskiptar til styrkþega hverju sinni. Frá stofnun sjóðsins hafa 19 einstaklingar hlotið styrk.

Þann 30. nóvenber  fengu úthlutað úr sjóðnum.
Vala Örvarsdóttir Bakkavegi 1 Þórshöfn                                Wioleta  Kuczynska Langanesvegi 10  Þórshöfn

Tekjur sjóðsins er sala minningakorta, áheit og frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka. Minningakortin fást hjá Sparisjóði Mýrasýslu Borgarnesi, Sparisjóði Bolungarvíkur.
 
Sjóðurinn  er í vörslu Sparisjóðs Mýrasýslu Borgarnesi, reikningur númer 640453, höfuðbók 18 kennitala 141251-3259.

 Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem sýnt hafa sjóðnum velvild og hlýhug á síðusu árum með kaupum á minningakortum, áheitum og gjöfum.

Aðstandendur Minningarsjóðs Björns Rúnarssonar.