Fara í efni

Fréttatilkynning: Undirritun samnings um fyrirhugaða stórskipahöfn í Finnafirði

Fréttir
mynd: www.mbl.is
mynd: www.mbl.is
Þann 21. maí sl. var undirrituð í Alþingishúsinu viljayfirlýsing milli íslenskra stjórnvalda, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, Bremenports GmbH & Co.KG og Verkfræðistofunnar Eflu um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði.

Þann 21. maí sl. var undirrituð í Alþingishúsinu viljayfirlýsing milli íslenskra stjórnvalda, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, bremenports GmbH & Co.KG og EFLU Verkfræðistofu um samstarf um uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði. Viljayfirlýsingin er framhald af samstarfssamningi sem  sveitarfélögin, bremenports GmbH & Co.KG og EFLA  undirrituðu í maí 2014. Viljayfirlýsingin tekur á þáttum sem koma þarf í farveg til þess að verkefnið geti þróast  áfram.

Viljayfirlýsinguna undirrituðu Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, Robert Howe framkvæmdarstjóri Bremenports og Hafsteinn Helgason verkfræðingur hjá Eflu. Viðstaddir voru sendiherra Þýskalands á Íslandi Herbert Beck og Martin Günthner, ráðherra.

 Meðfylgjandi er mynd er tekin var af þessu tilefni.