Fréttir frá Ungmennafélagi Langnesinga UMFL
Nafn Ungmennafélags Langnesinga rataði í sjónvörp landsmanna eftir N1 mótið á Akureyri sem var haldið 2-6 júlí s.l.
Ungmennafélagið sendi Þorstein Ægi þjálfara og mikið fylgdarlið með lið til keppni í 5. flokk og gerðu strákarnir sér lítið fyrir og unnu N1 mót D-liða. Lið eins og Fjölnir, Haukar, Þróttur R, HK, Völsungur, Keflavík, Njarvík, ÍBV og Grindavík höfðu lítið í strákana okkar að gera sem léku eins og englar allt mótið.
Eftir mikla baráttu, leikgleði og hungur í sigur mættum við Selfysingum í úslitum og sigruðum þá glæsilega 2-1 í miklum baráttu leik.
Þó nokkuð var að af áhorfendum á okkar bandi en allt ætlaði um koll að keyra þegar dómarinn flautaði af.
Án efa einn stærsti titill Ungmennafélsgsins.
Hérna eru myndir af mótinu en þeir sem hafa áhuga að skoða frekari úrslit og fleiri myndir geta gert það á www.ka-sport.is/n1motid
Myndirnar tóku Unnsteinn og Sólveig
Pæjumótið Sauðarkrók
Landsbankamótið á Sauðarkrók sem er pæjumót var haldið helgina 27-29 júní s.l. og skráði Ungmennafélag Langnesinga 1 lið til keppni í 5. flokk.
Tólf manna hópur fór frá Þórshöfn sem sagt tíu keppendur, einn fararstjóri og Þjálfarinn Þorsteinn Ægir Egilsson.
Úrslitin eru ekki aðal málið í svona keppnum heldur að taka þátt og hafa gaman en stelpurnar kepptu níu leiki og töpuðust átta þeirra en níundi leikurinn endaði með jafntefli.
Því miður eru ekki myndir af mótinu en því verður kippt í liðinn fyrir næsta mót hjá stelpunum en fyrirhugað er að fara á Pæjumótið á Siglufirði í ágúst:)