Fara í efni

Fundur í Fjallskiladeild Langanesbyggðar

Fréttir
Fjallskiladeild Langanesbyggðar
Fjallskiladeild Langanesbyggðar
Fjallskilastjóri Langsnesbyggðar boðar til almenns fundar bænda í Fjallskiladeild Langanesbyggðar. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu fimmtudaginn 21. janúar kl 20.

Fjallskilastjóri Langsnesbyggðar boðar til almenns fundar bænda í Fjallskiladeild Langanesbyggðar.
Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu fimmtudaginn 21. janúar kl 20.

Fundarefnið er hvernig fjallskil tókust haustið 2015 og kynning á fyrirhugðum fjallskilaseðli 2016, en gert er ráð fyrir að hann verði lítt breyttur frá síðasta hausti.

Fjallskilastjóri gerir eftirfarandi tillögur að réttardagsetningum vegna haustsins 2016. Eru menn vinsamlegast beðnir að koma með tillögur að breytingum ef menn hafa aðrar hugmyndir. Eins er ætlunin að ræða uppgjör fjallskila.

Miðfjarðarrétt 7. september. 
Miðfjarðarnessrétt 12. september 
Tunguselsrétt 12. september 
Þorvaldsstaðarétt 14. september 
Ósrétt 16. september 
Hallgilsstaðarétt 16. september 

Virðingarfyllst
Sigurður Þór Guðmundsson, Fjallskilastjóri Langanesbyggðar