Fara í efni

Fundur um ágang hreindýra í Langanesbyggð

Fundur
Miðvikudaginn 11. apríl verður haldinn fundur á Þórshöfn um aukinn ágang og hugsanlegt landnám hreindýra í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi. Fulltrúar Umhverfisstofnunar og Náttúrustofu Austurlan

Miðvikudaginn 11. apríl verður haldinn fundur á Þórshöfn um aukinn ágang og hugsanlegt landnám hreindýra í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi. Fulltrúar Umhverfisstofnunar og Náttúrustofu Austurlands halda framsögur og svara fyrirspurnum. Umhverfisstofnun annast sölu veiðileyfa og veiðistjórn hreindýra en Náttúrustofa Austurlands sér um vöktun hreindýrastofnsins.

Fundurinn, sem haldinn er í Þórsveri og hefst kl. 20:00, er öllum opinn en landeigendur í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi eru hvattir til að mæta.