Fundur um fuglaskoðunarskýli á Norðausturlandi
Fuglastígur á Norðausturlandi hefur undanfarin misseri verið í samstarfi við arkitektastofuna Biotope frá Norður-Noregi sem hefur sérhæft sig í hönnun innviða til fuglaskoðunar. Í samstarfi við heimafólk hafa þau safnað gögnun til greiningar á hvar sé heppilegt að setja upp aðstöðu til að skoða/ljósmynda fugla á svæðinu. Biotope mun kynna þessa vinnu, ásamt frumteikningum þeirra af fuglaskoðunarskýlum fyrir útvalda staði í Þórsveri, Þórshöfn, kl. 17:00 þann 7. nóvember nk. Umræður í lok kynningar.
Allt áhugafólk um fuglaskoðun og fuglatengda ferðaþjónustu er hvatt til að mæta. Viljum við sérstaklega bjóða sveitarstjórn að mæta og kynna sér þessa leið til atvinnu uppbyggingar á okkar svæði. Enda með áhugaverðasta svæðum á Íslandi til fuglaskoðunar samkvæmt áhugamönnum.