Fara í efni

Fyrirhugað er að stofna golfklúbb hér í Langanesbyggð.

Fundur
22.janúar 2008Áhugasamir um golfÍ samþykkt hreppsnefndar frá 5.júlí 2007 varðandi frumathugun á gerð golfvallar á Þórshöfn þá beinir hreppsnefnd því til Íþrótta-og tómstundanefndar að nefndin hafi for

22.janúar 2008
Áhugasamir um golf

Í samþykkt hreppsnefndar frá 5.júlí 2007 varðandi frumathugun á gerð golfvallar á Þórshöfn þá beinir hreppsnefnd því til Íþrótta-og tómstundanefndar að nefndin hafi forgöngu um að kannaður verði grundvöllur fyrir stofnun golfklúbbs á Þórshöfn og nágrenni.

Sveitastjóra var falið að afla upplýsinga um golfvallarhönnun og að sjá til þess að gert verði ráð fyrir slíkum velli í aðalskipulagi sveitafélagsins.

Golf hefur verið vinsælt útivistarsport og hreyfing fyrir alla fjölskylduna, unga sem aldraða.

Golf laðar einnig að ferðamenn og er enn ein mögulega viðbótin við þá afþreyingu sem í boði er í byggðinni.

Við hvetjum því alla áhugasama um að mæta og taka þátt í umræðunni s.s. mögulega staðsetningu, stærð vallarins, nafn klúbbsins ofl.

Áhugaverð síða: http://www.golf.is/ allt um golfið.

Miðvikudaginn 23. janúar kl. 20:00 í SportVeri.


Íþrótta-og tómstundanefnd