Fara í efni

Fyrirlestrar fyrir handverksfólk

Fundur
Þingeyskt og þjóðlegt býður áhugafólki um handverk upp á áhugaverða fyrirlestra í Skúlagarði í Kelduhverfi mánudaginn 5. mars nk. kl. 20:00. Inga Arnar, frá Þjóðbúninga- og hannyrðavinnustofu Ingu Arn

Þingeyskt og þjóðlegt býður áhugafólki um handverk upp á áhugaverða fyrirlestra í Skúlagarði í Kelduhverfi mánudaginn 5. mars nk. kl. 20:00.

Inga Arnar, frá Þjóðbúninga- og hannyrðavinnustofu Ingu Arnar, flytur erindið Fjölskyldutengsl í handverki - svæðisbundið handverk. Þá mun Sunneva Hafsteinsdóttir, frá Handverki og hönnun, flytja erindið Hugtök í handverki og hönnun - Hvað er góður "minjagripur"? Verðlagning, tækifæri og markaðssetning.

Jafnframt gefst viðstöddum tækifæri á að vera stofnaðilar að verkefninu.

Þátttaka tilkynnist á netfangið kidagil@thingeyjarsveit.is eða í síma 466-1719 / 895-4742 (Guðrún).

Allir áhugasamir velkomir.